Erlent

Kynnir í dag umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun síðar í dag kynna umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Kínverjum, en bandarísk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Beijing hvetji landa sína og kínversk fyrirtæki til að stunda iðnaðarnjósnir í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að ákvörðunin um refsiaðgerðir, sem meðal annars mun fela í sér aukna tolla á kínverskar innflutningsvörur, hafi verið tekin eftir að margra ára tilraunir til að fá Kínverja til að láta af iðnaðarnjósnum hafi engan árangur borið.

Óttast er að allsherjar viðskiptastríð sé nú í uppsiglingu á milli þessara stórvelda en bandarískir miðlar áætla að nýir innflutningstollar nemi þrjátíu til sextíu milljörðum dollara á ári en auk þeirra er gert ráð fyrir að nýjar reglur verði setta sem hamli Kínverjum að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum.

Þá er einnig talið líklegt að Bandaríkjamenn leggi formlega kvörtun fram hjá Alþjóðaviðsktiptaráðinu, WTO. Að auki er bandaríkjaþing að íhuga löggjöf sem myndi auka völd ríkisins til að fara yfir viðskiptasamninga sem bandarísk fyrirtæki gera við erlend fyrirtæki, til að ganga úr skugga um að stjórnvöld í öðrum löndum standi ekki þar að baki.


Tengdar fréttir

Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×