Trump ver hamingjuóskir sínar til Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 23:18 Trump hefur virst ragur við að gagnrýna Pútín allt frá því að hann bauð sig fram til forseta á sínum tíma. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði í dag gagnrýni á að hann hefði óskað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt í símtali. Gott væri að bæta samskiptin við Rússa þar sem þeir gætu aðstoðað við lausn fjölda alþjóðlegra vandamála. Þrátt fyrir að þingmenn úr röðum repúblikana hafi verið á meðal þeirra sem deildu hart á hamingjuóskir Trump í símtalinu við Pútín í gær skellti forsetinn skuldinni á „falsfréttafjölmiðla“ eins og honum hefur lengi verið tamt á Twitter. Vafi leikur á að forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafi í raun verið frjálsar en Pútín hlaut 76% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Þegar við bætist að rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og víðar og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi var ekki að undra að aðstoðarmenn Trump hafi skrifað með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ á minnisblöð fyrir forsetann fyrir símtalið við Pútín. Trump hunsaði þær ráðleggingar hins vegar og sagði fréttamönnum í gær að hann hefði óskað Pútín til hamingju. Þá sleppti hann að fordæma taugaeitursárásina þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi undirbúið minnisblað um það fyrir símtalið.Nefnir vandamál sem Rússar ollu sjálfir Í tístunum fullyrðir Trump að fjölmiðlar hafi viljað að hann „úthúðaði“ Pútín en að þeir hefðu rangt fyrir sér. „Það er gott að lynda við Rússa (og aðra), ekki slæmt,“ tísti Trump og vísaði til þess að rússnesk stjórnvöld gætu aðstoðað við að leysa úr málum í Norður-Kóreu, Sýrlandi, Úkraínu og á fleiri sviðum. Athygli vekur hins vegar að Rússar hafa sjálfir skapað hluta vandamálanna sem Trump vill að þeir hjálpi til við að leysa. Fréttaskýringarvefurinn Vox bendir þannig á að rússneski herinn hafi til dæmis haldið uppi stjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og valdið mannfalli óbreyttra borgara með loftárásum. Sérstaklega undarlegt þykir þó að Trump nefni Úkraínu þar sem átökin sem nú geisa í austurhluta landsins hófust þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talið er að rússneskir hermenn taki þátt í átökunum á laun. Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín hafi gefið skipun um það með það fyrir augum að hjálpa Trump.Bush var „ekki nógu snjall“ Trump gagnrýndi einnig fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna úr báðum flokkum í tístum sínum í dag. Þannig sagði hann að George W. Bush, síðasti forsetinn úr röðum repúblikana á undan honum sjálfum, hefði reynt að bæta samkomulagið við Rússa en „hann var ekki nógu snjall“. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra og síðar mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum árið 2016, hafi sömuleiðis reynt en þau hafi skort „orkuna eða straumana“. Þá benti Trump á að Obama hefði óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn árið 2012. Washington Post segir að í lýsingu Hvíta hússins á því símtali á sínum tíma hafi hins vegar komið fram að Obama og Pútín hefðu einnig rætt „mál sem Bandaríkin og Rússland hafa verið ósammála um, þar á meðal Sýrland og eldflaugavarnir“. Lauk Trump tístum sínum með orðunum: „FRIÐUR MEÐ STYRK!“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti svaraði í dag gagnrýni á að hann hefði óskað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt í símtali. Gott væri að bæta samskiptin við Rússa þar sem þeir gætu aðstoðað við lausn fjölda alþjóðlegra vandamála. Þrátt fyrir að þingmenn úr röðum repúblikana hafi verið á meðal þeirra sem deildu hart á hamingjuóskir Trump í símtalinu við Pútín í gær skellti forsetinn skuldinni á „falsfréttafjölmiðla“ eins og honum hefur lengi verið tamt á Twitter. Vafi leikur á að forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafi í raun verið frjálsar en Pútín hlaut 76% atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Þegar við bætist að rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og víðar og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Bretlandi var ekki að undra að aðstoðarmenn Trump hafi skrifað með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ á minnisblöð fyrir forsetann fyrir símtalið við Pútín. Trump hunsaði þær ráðleggingar hins vegar og sagði fréttamönnum í gær að hann hefði óskað Pútín til hamingju. Þá sleppti hann að fordæma taugaeitursárásina þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi undirbúið minnisblað um það fyrir símtalið.Nefnir vandamál sem Rússar ollu sjálfir Í tístunum fullyrðir Trump að fjölmiðlar hafi viljað að hann „úthúðaði“ Pútín en að þeir hefðu rangt fyrir sér. „Það er gott að lynda við Rússa (og aðra), ekki slæmt,“ tísti Trump og vísaði til þess að rússnesk stjórnvöld gætu aðstoðað við að leysa úr málum í Norður-Kóreu, Sýrlandi, Úkraínu og á fleiri sviðum. Athygli vekur hins vegar að Rússar hafa sjálfir skapað hluta vandamálanna sem Trump vill að þeir hjálpi til við að leysa. Fréttaskýringarvefurinn Vox bendir þannig á að rússneski herinn hafi til dæmis haldið uppi stjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og valdið mannfalli óbreyttra borgara með loftárásum. Sérstaklega undarlegt þykir þó að Trump nefni Úkraínu þar sem átökin sem nú geisa í austurhluta landsins hófust þegar Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talið er að rússneskir hermenn taki þátt í átökunum á laun. Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að Pútín hafi gefið skipun um það með það fyrir augum að hjálpa Trump.Bush var „ekki nógu snjall“ Trump gagnrýndi einnig fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna úr báðum flokkum í tístum sínum í dag. Þannig sagði hann að George W. Bush, síðasti forsetinn úr röðum repúblikana á undan honum sjálfum, hefði reynt að bæta samkomulagið við Rússa en „hann var ekki nógu snjall“. Barack Obama, fyrrverandi forseti, og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra og síðar mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum árið 2016, hafi sömuleiðis reynt en þau hafi skort „orkuna eða straumana“. Þá benti Trump á að Obama hefði óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn árið 2012. Washington Post segir að í lýsingu Hvíta hússins á því símtali á sínum tíma hafi hins vegar komið fram að Obama og Pútín hefðu einnig rætt „mál sem Bandaríkin og Rússland hafa verið ósammála um, þar á meðal Sýrland og eldflaugavarnir“. Lauk Trump tístum sínum með orðunum: „FRIÐUR MEÐ STYRK!“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Trump æfur vegna leka um að hann ætti ekki að óska Pútín til hamingju Í leiðbeiningum sem Trump fékk fyrir símtal hans við Vladimir Pútín stóð í hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“ 21. mars 2018 13:18
Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50