Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Ritstjórn skrifar 22. mars 2018 08:30 Annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands héldu glæsilega tískusýningu í Hörpu í gærkvöldi. Sýningin nefnist Misbrigði III: Utangarðs og er andsvar við vestrænni neyslumenningu og unnin í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Krossins. Þetta er í þriðja sinn sem nemar í fatahönnun taka fatnað sem hefur fyrir ýmsar sakir lent utangarðs og er ósöluhæfur nema til niðurrifs. Þau virkjuðu þekkingu og aðferðarfræði hönnunar til að gæða efniviðinn nýju lífi og vekja að sama skapi athygli á textílsóun og hvetja til endurvinnslu og vistvænni nálgunar. Virkilega áhugaverð sýning hjá nemendunum enda fullt hús í Hörpu af gestum sem virtust ánægðir með fatahönnuði framtíðarinnar. Nemendur sem sýndu voru Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgaard Jensen, Kristín Áskelsdóttir, Laura Fiig, Lukrecija Kuliesiute, Sigmundur Páll Freysteinsson, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Þórunn Sunneva Elfarsdóttir. Ljósmyndarinn Ernir Eyjólfsson smellti af þessum myndum í Hörpu og neðst er að finna albúm með myndum frá tískupallinum. Myndir/Ernir Eyjólfs Mest lesið Súpergrúppan TLC með endurkomu ársins Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Jennifer Aniston í kjól frá Sólveigu Kára Glamour Steinunn: Sjálfstraust er ofmetnasti mannkosturinn Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Hreinsihanski sem mun gera þér lífið auðveldara Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Ég er glamorous! Glamour
Annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands héldu glæsilega tískusýningu í Hörpu í gærkvöldi. Sýningin nefnist Misbrigði III: Utangarðs og er andsvar við vestrænni neyslumenningu og unnin í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Krossins. Þetta er í þriðja sinn sem nemar í fatahönnun taka fatnað sem hefur fyrir ýmsar sakir lent utangarðs og er ósöluhæfur nema til niðurrifs. Þau virkjuðu þekkingu og aðferðarfræði hönnunar til að gæða efniviðinn nýju lífi og vekja að sama skapi athygli á textílsóun og hvetja til endurvinnslu og vistvænni nálgunar. Virkilega áhugaverð sýning hjá nemendunum enda fullt hús í Hörpu af gestum sem virtust ánægðir með fatahönnuði framtíðarinnar. Nemendur sem sýndu voru Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgaard Jensen, Kristín Áskelsdóttir, Laura Fiig, Lukrecija Kuliesiute, Sigmundur Páll Freysteinsson, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Þórunn Sunneva Elfarsdóttir. Ljósmyndarinn Ernir Eyjólfsson smellti af þessum myndum í Hörpu og neðst er að finna albúm með myndum frá tískupallinum. Myndir/Ernir Eyjólfs
Mest lesið Súpergrúppan TLC með endurkomu ársins Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Jennifer Aniston í kjól frá Sólveigu Kára Glamour Steinunn: Sjálfstraust er ofmetnasti mannkosturinn Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Hreinsihanski sem mun gera þér lífið auðveldara Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Ég er glamorous! Glamour