Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 15:34 Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun. Vísir/Rakel Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38