Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 22-29 | Valsmenn tóku heimavallaréttinn Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 21. mars 2018 21:45 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Andri Marinó Valsmenn unnu góðan frábæran og sannfærandi sigur á Haukum, 29-22, í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld og tryggði sér því fjórða sæti í deildinni. Haukar enda í fimma sætinu en þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Magnús Óli var stórbrotinn í kvöld og skoraði 11 mörk fyrir Valsmenn. Haukar réðu einfaldlega ekkert við hann í vörninni og hann virtist geta skorað að vild. Björgvin Páll Gústavsson var fínn í marki Hauka í fyrri hálfleiknum en það slokknaði á honum í þeim síðari. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka með fimm mörk. Það verður fróðlegt að fylgjast með einvígi þessara liða en Valsmenn eru núverandi Íslandsmeistarar.Af hverju vann Valur ? Liðið mætti bara tilbúið til leiks og það var í raun ljóst alveg frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Haukar voru slappir í sóknarleiknum og réðu lítið við sóknarleik Valsmanna. Spurning hvort Íslandsmeistararnir séu að fara toppa á réttum tíma.Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon var geggjaður í liði Vals í kvöld og skoraði 11 mörk úr 15 skotum. Markið var eitthvað örlítið stærra hjá Magnúsi þegar hann skaut á markið í kvöld. Annars var Valsliðið frábært og sérstaklega varnarlega.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Haukum var mjög dapur og þeir gátu í raun ekkert þeim megin á vellinum. Gunnar Magnússon þarf að skoða leik Hauka vel fyrir einvígið gegn Val.Hvað er framundan? Það sem er framundan í Olís-deildinni er einvígi milli þessara liða í 8-liða úrslitum og spurning hvort þessi leikur í kvöld segi eitthvað hvernig það einvígi endi. Snorri: Mjög heilsteyptur leikur hjá okkur„Ég fyrst og fremst bara ánægður að vinna þennan leik og ná í þetta fjórða sæti og heimavallarréttinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Snorri skoraði eitt mark í leiknum í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með taktinn sem við erum búnir að vera í og við náum vonandi að halda honum. Við erum allavega bjartsýnir með það.“ Snorri segir að leikur liðsins hafi verið mjög heilsteyptur í kvöld. „Við gáfum smá eftir á einum tímapunkti í síðari hálfleiknum og þeir komnir svona full nálægt. En sem betur fer reddaðist það.“ Hann segir að hann búist fyrst og fremst við skemmtilegu einvígi gegn Haukum. „Það verður án efa mun erfiðara og allt öðruvísi leikir. Það verður því erfitt að horfa eitthvað í þennan leik sérstaklega.“ Gunnar: Valsmenn betri á öllum sviðum„Ég er bara vonsvikinn með frammistöðu okkar í kvöld, hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Mér finnst vanta alveg svakalega mikið upp á sóknarleikinn okkar. Valsmenn spiluðu reyndar alveg frábæra vörn í kvöld, það verður að gefa þeim það.“ Hann segir að Valsmenn hafi bara verið sterkari á öllum sviðum í kvöld. „Við náum bara ekki að framkvæma þá hluti sem við ætluðum. Stundum var þetta stöngin út hjá okkur í kvöld. Við gerðum of marga tæknifeila í kvöld.“ Hann segir að Haukar verði klárir í einvígið gegn Valsmönnum. „Við verðum klárir og mætum alveg vitlausir í það einvígi, sem verður án efa mjög gott einvígi og spennandi.“ Olís-deild karla
Valsmenn unnu góðan frábæran og sannfærandi sigur á Haukum, 29-22, í lokaumferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld og tryggði sér því fjórða sæti í deildinni. Haukar enda í fimma sætinu en þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Magnús Óli var stórbrotinn í kvöld og skoraði 11 mörk fyrir Valsmenn. Haukar réðu einfaldlega ekkert við hann í vörninni og hann virtist geta skorað að vild. Björgvin Páll Gústavsson var fínn í marki Hauka í fyrri hálfleiknum en það slokknaði á honum í þeim síðari. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í liði Hauka með fimm mörk. Það verður fróðlegt að fylgjast með einvígi þessara liða en Valsmenn eru núverandi Íslandsmeistarar.Af hverju vann Valur ? Liðið mætti bara tilbúið til leiks og það var í raun ljóst alveg frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Haukar voru slappir í sóknarleiknum og réðu lítið við sóknarleik Valsmanna. Spurning hvort Íslandsmeistararnir séu að fara toppa á réttum tíma.Hverjir stóðu upp úr? Magnús Óli Magnússon var geggjaður í liði Vals í kvöld og skoraði 11 mörk úr 15 skotum. Markið var eitthvað örlítið stærra hjá Magnúsi þegar hann skaut á markið í kvöld. Annars var Valsliðið frábært og sérstaklega varnarlega.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Haukum var mjög dapur og þeir gátu í raun ekkert þeim megin á vellinum. Gunnar Magnússon þarf að skoða leik Hauka vel fyrir einvígið gegn Val.Hvað er framundan? Það sem er framundan í Olís-deildinni er einvígi milli þessara liða í 8-liða úrslitum og spurning hvort þessi leikur í kvöld segi eitthvað hvernig það einvígi endi. Snorri: Mjög heilsteyptur leikur hjá okkur„Ég fyrst og fremst bara ánægður að vinna þennan leik og ná í þetta fjórða sæti og heimavallarréttinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Snorri skoraði eitt mark í leiknum í kvöld. „Ég er rosalega ánægður með taktinn sem við erum búnir að vera í og við náum vonandi að halda honum. Við erum allavega bjartsýnir með það.“ Snorri segir að leikur liðsins hafi verið mjög heilsteyptur í kvöld. „Við gáfum smá eftir á einum tímapunkti í síðari hálfleiknum og þeir komnir svona full nálægt. En sem betur fer reddaðist það.“ Hann segir að hann búist fyrst og fremst við skemmtilegu einvígi gegn Haukum. „Það verður án efa mun erfiðara og allt öðruvísi leikir. Það verður því erfitt að horfa eitthvað í þennan leik sérstaklega.“ Gunnar: Valsmenn betri á öllum sviðum„Ég er bara vonsvikinn með frammistöðu okkar í kvöld, hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Mér finnst vanta alveg svakalega mikið upp á sóknarleikinn okkar. Valsmenn spiluðu reyndar alveg frábæra vörn í kvöld, það verður að gefa þeim það.“ Hann segir að Valsmenn hafi bara verið sterkari á öllum sviðum í kvöld. „Við náum bara ekki að framkvæma þá hluti sem við ætluðum. Stundum var þetta stöngin út hjá okkur í kvöld. Við gerðum of marga tæknifeila í kvöld.“ Hann segir að Haukar verði klárir í einvígið gegn Valsmönnum. „Við verðum klárir og mætum alveg vitlausir í það einvígi, sem verður án efa mjög gott einvígi og spennandi.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti