Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 11:00 Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu. Mynd/DLD land design Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar. Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.
Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20
Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent