Till fær aðalbardagann í Liverpool og Gunnar Nelson er „meira en klár í slaginn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 10:30 Gunnar Nelson gæti barist í Liverpool en ekki á móti Darren TIll. vísir/getty UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
UFC tilkynnti síðastliðinn föstudag að Darren Till fær aðalbardagann í sinni heimaborg, Liverpool, þegar að UFC mætir þar til leiks með Fight Night-bardagakvöld 27. maí. Till er maðurinn sem Gunnar Nelson hefur verið að kalla eftir því að berjast gegn en Englendingurinn hefur hálfpartinn verið á flótta undan Gunnari og þóttist veikur þegar að UFC vildi að þeir myndu mætast í Lundúnum í mars. Shean Shelby, maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, vildi ólmur fá Englendinginn í búrið á móti Gunnari en Till flaug í staðinn til Brasilíu og naut lífsins í „veikindunum“. Gunnar hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan að staðfest var að Till verður aðalstjarna kvöldsins í Liverpool í lok maí en UFC á enn eftir að gefa út hverjum hann mætir.Darren Till virðist ekki þora í Gunnar Nelson.vísir/gettyVonast eftir Liverpool „Gunnar er meira en klár í slaginn gegn Till í Liverpool ef honum verður boðið að berjast þar,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í viðtali við MMANytt.com. „Við vorum líka klárir í slaginn þegar að UFC hafði samband við okkur í janúar og vildi fá Gunnar í bardaga á móti Till í Lundúnum. Gunnar sagði já en herbúðir Till sögðu hann veikan mörgum vikum fyrir áætlaðan bardaga.“ Haraldur býst ekki heldur við því að Till berjist við Gunnar í Liverpool, en hann deilir frétt MMANytt á Facebook-síðu íslenskra áhugamanna um MMA og segir: „Vonumst til að vera í Liverpool en það eru litlar líkur á að það verði gegn Till. Nokkuð ljóst að hann hefur takmarkaðan áhuga á að mæta Gunna þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.“ Leon Edwards, 26 ára gamall breskur bardagakappi, hefur verið á fínum skriði að undanförnu en hann vill einnig berjast við Till í Liverpool. Haraldur sér líka góðan bardaga í kortunum ef hann mætir Gunnari. „Ég tel að bardagi milli Gunnars og Leon yrði flottur en það er bara mín persónulega skoðun. Ég hef aldrei rætt um hann við Gunnar,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars 30. janúar 2018 19:15
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00