Rússi fær ekki að stíga um borð í NATO-skip Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Veðurfræðingarnir Haraldur Ólafsson og Guðrún Nína Petersen af Veðurstofu Íslands við bresku flugvélina sem hlaðin er mælitækjum Daniel Beeden „Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
„Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00