Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:15 Samkeppniseftirlitið hefur tvo samruna á smásölumarkaði til umfjöllunar. Annars vegar kaup Haga á Olís og hins vegar kaup N1 á Festi. Vísir/Vilhelm Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að það örli á misskilningi þegar látið er að því liggja að hægt sé að „rétta hlut“ innlendrar atvinnustarfsemi í samkeppni við netverslun og alþjóðleg fyrirtæki með því að breyta nálgun eftirlitsins. „Það er hlutverk Samkeppniseftirlitsins að leiða fram raunverulega stöðu á markaði og bregðast við í samræmi við það. Sú staða getur breyst frá einum tíma til annars og metum við hana í hverju tilfelli fyrir sig,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Samkeppniseftirlitið hafi enga hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Þvert á móti sé það fagnaðarefni þegar breytingar verði í átt til þess að markaðir opnast. „Það er til hagsbóta fyrir neytendur og samfélagið.“ Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að samkeppnisyfirvöld verði að fylgjast vel með þeirri öru þróun sem er að eiga sér stað á innlendum smásölumarkaði og taka tillit til breyttra aðstæðna, ef svo á við, í úrlausnum sínum. Það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni, meðal annars með sameiningum við önnur fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið rannsakar nú tvo stóra samruna á smásölumarkaði, annars vegar kaup Haga á Olís og hins vegar kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO. Talið er líklegt að eftirlitið muni setja umræddum samrunum ströng skilyrði sem felast meðal annars í því að takmarka atkvæðarétt lífeyrissjóða, sem eru stærstu eigendur félaganna, við val á stjórnarmönnum í félögin. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi, að sögn viðmælenda Markaðarins sem þekkja vel til stöðu mála, að sjóðunum verði gert að minnka eignarhlut sinn í félögunum innan tilskilins tíma. Með kaupum Haga á Olís kemst þriðja olíufélagið í eigu félags sem er að meirihluta í eigu lífeyrissjóða.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsAðspurður segir Páll Gunnar Samkeppniseftirlitið hafa ítrekað vakið athygli á þeirri áhættu sem fylgir því að eignarhald á fyrirtækjum sé einsleitt og að sömu aðilarnir eigi veigamikla hluti í fleiri en einum keppinaut á sama markaði. „Þetta er staða sem blasir mjög víða við í íslensku fyrirtækjaumhverfi. Þess vegna er eðlilegt að samkeppnisyfirvöld horfi til slíkra eignatengsla og taki þau til skoðunar í samrunamálum. Við höfum í tilkynningu á vef eftirlitsins upplýst um að þetta er eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar í samrunamálum sem eru nú til rannsóknar. Til hvers sú rannsókn leiðir get ég ekkert sagt til um á þessu stigi.“Bregðast við breyttu umhverfi Gjörbreytt samkeppnisumhverfi á hérlendum smásölumarkaði, meðal annars vegna stóraukinnar netverslunar, breyttrar kauphegðunar nýrrar aldamótakynslóðar og innreiðar alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Costco og H&M hingað til lands, hefur gert það að verkum að íslenskum verslunarfyrirtækjum er sá einn kostur nauðugur að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri til þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagði í samtali við Markaðinn í síðustu viku að samkeppnisyfirvöld yrðu að fylgjast afar vel með þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað á hérlendum smásölumarkaði og taka tillit til sístækkandi hlutdeildar netverslunar og innkomu nýrra fyrirtækja. Það væri „gríðarleg áskorun“ fyrir samkeppnisyfirvöld að halda vöku sinni. Hagar og N1 eru á meðal þeirra félaga sem hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar. Samkeppniseftirlitið ógilti síðasta sumar kaup Haga á Lyfju og fjallar nú, eins og áður sagði, um fyrirhuguð kaup Haga á Olís og N1 á Festi. Forsvarsmenn Skeljungs hófu auk þess í maí í fyrra viðræður um kaup á öllu hlutafé Baskó, sem rekur meðal annars verslanir 10-11, en viðræðunum var slitið síðar um sumarið. Skeljungur festi síðan kaup á þriðjungshlut í netversluninni Wedo, sem rekur Hópkaup, Heimkaup og Bland, í desember í fyrra. Í samrunamálum N1 og Festar annars vegar og Haga og Olís hins vegar var það frumniðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samrunarnir röskuðu samkeppni á þeim mörkuðum sem fyrirtækin starfa á og yrðu ekki samþykktir án skilyrða. Eftirlitið hefur við rannsókn málanna einkum litið til fjögurra þátta: stöðu félaganna á dagvöru- og eldsneytismörkuðum, meðal annars með tilliti til áhrifa af innkomu Costco á umrædda markaði, áhrifa samrunanna á staðsetningar dagvöruverslana og eldsneytisstöðva til framtíðar, áhrifa á birgðahald og dreifingu á eldsneytismarkaði og loks eignatengsla á dagvörumarkaði og eldsneytismarkaði. Í því sambandi hefur eftirlitið mestar áhyggjur af víðtæku eignarhaldi lífeyrissjóða á fyrirtækjunum.Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Stjórnendur Haga afturkölluðu samrunatilkynningu sína í byrjun mánaðarins og hyggjast senda Samkeppniseftirlitinu nýja tilkynningu „á breyttum grundvelli“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Í kjölfarið mun eftirlitið taka nýju tilkynninguna til skoðunar og leggja mat á tillögur Haga að skilyrðum. Stjórnendur N1 gerðu fyrr í mánuðinum ýmsar athugasemdir við það frummat eftirlitsins að kaupin á Festi veiktu samkeppni á mörkuðum fyrirtækjanna. Samhliða óskuðu þeir eftir því að ganga til sáttaviðræðna við eftirlitið og lögðu auk þess fram hugmyndir að skilyrðum. Í síðustu viku tilkynnti Samkeppniseftirlitið hins vegar olíufélaginu að stofnunin teldi ástæðu til þess að rannsaka málið frekar að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Munu því engar sáttaviðræður fara fram að sinni.Segir matið atviksbundið Gagnrýnt hefur verið að íslensk samkeppnisyfirvöld viðurkenni ekki netverslun, hvort sem er innlenda eða erlenda, sem hluta af markaði hefðbundinnar verslunar og líti auk þess ekki í nógu miklum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi. Páll Gunnar segir að skilgreining markaða sé ekki stjórntæki sem eftirlitið geti beitt. „Markaðir skilgreina sig í raun sjálfir en það er hlutverk eftirlitsins að draga fram hver raunveruleikinn er. Til dæmis er ekki til eitt rétt svar við þeirri spurningu hvort netverslun og hefðbundin verslun tilheyri sama markaði. Staðreyndin er sú að samkeppnisyfirvöld hér og erlendis verða að meta það í hverju tilviki fyrir sig út frá þeirri verslun sem í hlut á í hvert sinn og þeim aðstæðum sem viðskiptavinir búa við í hverju tilviki. Það sama á við þegar leitað er svara við því að hvaða marki samkeppnisyfirvöld eigi að líta til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi, til dæmis innkomu Costco, stöðu Fríhafnarinnar og svo framvegis. Við verðum að meta stöðuna út frá raunveruleikanum eins og hann blasir við í okkar rannsóknum. Það er kjarnaatriðið,“ segir hann. Forsvarsmenn Haga og N1 hafa ítrekað talað um nauðsyn þess að samrunarnir gangi eftir. Mikið sé í húfi. Fyrirtækin verði að eiga kost á því að mæta aukinni samkeppni og breyttu samkeppnisumhverfi með því að stækka rekstrareiningar og auka stærðarhagkvæmni. Þannig kemur fram í samrunaskrá vegna kaupa Haga á Olís, sem Samkeppniseftirlitið birti á vef sínum í nóvember á síðasta ári, að markmið kaupanna sé að „víkka út starfsemi Haga sem fyrir var þannig að unnt verði að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri og bættri þjónustu við viðskiptavini félaganna, meðal annars í nýju og breyttu markaðsumhverfi með innkomu verslunarrisans Costco inn á íslenskan dagvöru- og olíumarkað“.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í ReykjavíkÍ samrunaskránni eru jafnframt tilteknir helstu samlegðarmöguleikar félaganna. Felast þeir í lægri skrifstofu- og stjórnunarkostnaði Olís með samnýtingu á ýmsum sviðum sem og mögulegri hagræðingu á húsnæðiskostnaði, flutningskostnaði og innkaupakostnaði. Auk þess skapist möguleikar á betri innkaupum og hagkvæmari rekstri vöruhúsa sem séu forsendur lægra vöruverðs til viðskiptavina. Í samrunaskrá vegna kaupa N1 á Festi segir berum orðum að kaupin skapi „tækifæri til að byggja upp enn öflugra félag sem er betur í stakk búið til að takast á við síbreytilegt samkeppnisumhverfi. Festi er á meðal stærri smásölufyrirtækja landsins og eru vissir möguleikar á samþættingu í rekstri fyrirtækjanna auk þess sem ná má betri nýtingu á góðum staðsetningum verslana og þjónustustöðva fyrirtækjanna“. Helstu samlegðaráhrifin, að því er segir í samrunaskránni, eru fólgnir í því að hægt verður að loka þjónustustöðvum N1 inni í hverfum og setja upp sjálfsafgreiðslustöðvar þess í stað við dagvöruverslanir Festar, Krónuverslanirnar. Með því megi gera rekstrareiningar hagkvæmari og selja lóðir sem auðvelt er að koma í verð. Jafnframt séu ýmis tækifæri til þess að selja dagvörur Krónunnar á eldsneytisstöðvum N1 víða um land. Einnig telja félögin mögulegt að ná fram auknu hagræði í yfirstjórn, innkaupum og dreifingu á vörum. Eru áætluð samlegðaráhrif af sameiningu félaganna á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Greinendur hafa auk þess bent á mikilvægi þess að kaup Haga og N1 nái fram að ganga ætli fyrirtækin sér að halda sjó í því árferði sem nú ríkir á smásölumarkaði. Sérfræðingar Landsbankans hafa til dæmis sagt að gangi áform fyrirtækjanna eftir megi gera ráð fyrir að þau eigi umtalsvert inni til hækkunar á hlutabréfaverði þeirra. Setji samkeppnisyfirvöld þeim stólinn fyrir dyrnar verði fyrirtækin hins vegar í „mun erfiðari“ stöðu til þess að takast á við breytt umhverfi.Möguleikarnir verulega takmarkaðir Heimir Örn segir að samkeppnisyfirvöld verði samkvæmt gildandi samkeppnislögum að meta hvort samrunar séu til þess fallnir að raska samkeppni, einkum með sköpun eða styrkingu á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Möguleikar slíkra fyrirtækja til þess að stækka við sig í gegnum samruna eða yfirtöku á öðrum félögum séu verulega takmarkaðir. Hann vísar í þessu sambandi til niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju síðasta sumar, en þá var það mat eftirlitsins að kaup Haga myndu hafa skaðleg áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem fyrirtækin starfa bæði á, ekki hvað síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Voru ekki taldar forsendur til þess að ætla að innkoma Costco á markaðinn hafi dregið verulega úr sterkri stöðu Haga. Heimir Örn segir að þegar samruninn hafi verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu hafi Costco aðeins starfað hér á landi í fáeinar vikur. Á þeim tíma hafi einfaldlega verið of snemmt að segja til um áhrif af innkomu Costco. Ekki dugi til þótt menn hafi það á tilfinningunni að samkeppnisumhverfið sé að breytast. Slíkar breytingar verði að vera unnt að mæla og staðreyna. Til þess noti samkeppnisyfirvöld ákveðnar aðferðir sem þó séu óvissu og takmörkunum háðar. „Meiri umræða mætti hins vegar eiga sér stað almennt um þá aðferðafræði sem notuð er við að meta líkleg áhrif samruna á samkeppni. Líta þarf þar ekki síst til þess hvernig íslensk fyrirtæki geti brugðist við samkeppni, til dæmis frá erlendum stórfyrirtækjum, meðal annars með því að efla hagræðingu, en á sama tíma standa vörð um hagsmuni íslenskra neytenda af því að hér á landi ríki virk og raunveruleg samkeppni,“ segir Heimir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að það örli á misskilningi þegar látið er að því liggja að hægt sé að „rétta hlut“ innlendrar atvinnustarfsemi í samkeppni við netverslun og alþjóðleg fyrirtæki með því að breyta nálgun eftirlitsins. „Það er hlutverk Samkeppniseftirlitsins að leiða fram raunverulega stöðu á markaði og bregðast við í samræmi við það. Sú staða getur breyst frá einum tíma til annars og metum við hana í hverju tilfelli fyrir sig,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Samkeppniseftirlitið hafi enga hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Þvert á móti sé það fagnaðarefni þegar breytingar verði í átt til þess að markaðir opnast. „Það er til hagsbóta fyrir neytendur og samfélagið.“ Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að samkeppnisyfirvöld verði að fylgjast vel með þeirri öru þróun sem er að eiga sér stað á innlendum smásölumarkaði og taka tillit til breyttra aðstæðna, ef svo á við, í úrlausnum sínum. Það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni, meðal annars með sameiningum við önnur fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið rannsakar nú tvo stóra samruna á smásölumarkaði, annars vegar kaup Haga á Olís og hins vegar kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO. Talið er líklegt að eftirlitið muni setja umræddum samrunum ströng skilyrði sem felast meðal annars í því að takmarka atkvæðarétt lífeyrissjóða, sem eru stærstu eigendur félaganna, við val á stjórnarmönnum í félögin. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi, að sögn viðmælenda Markaðarins sem þekkja vel til stöðu mála, að sjóðunum verði gert að minnka eignarhlut sinn í félögunum innan tilskilins tíma. Með kaupum Haga á Olís kemst þriðja olíufélagið í eigu félags sem er að meirihluta í eigu lífeyrissjóða.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsAðspurður segir Páll Gunnar Samkeppniseftirlitið hafa ítrekað vakið athygli á þeirri áhættu sem fylgir því að eignarhald á fyrirtækjum sé einsleitt og að sömu aðilarnir eigi veigamikla hluti í fleiri en einum keppinaut á sama markaði. „Þetta er staða sem blasir mjög víða við í íslensku fyrirtækjaumhverfi. Þess vegna er eðlilegt að samkeppnisyfirvöld horfi til slíkra eignatengsla og taki þau til skoðunar í samrunamálum. Við höfum í tilkynningu á vef eftirlitsins upplýst um að þetta er eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar í samrunamálum sem eru nú til rannsóknar. Til hvers sú rannsókn leiðir get ég ekkert sagt til um á þessu stigi.“Bregðast við breyttu umhverfi Gjörbreytt samkeppnisumhverfi á hérlendum smásölumarkaði, meðal annars vegna stóraukinnar netverslunar, breyttrar kauphegðunar nýrrar aldamótakynslóðar og innreiðar alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð við Costco og H&M hingað til lands, hefur gert það að verkum að íslenskum verslunarfyrirtækjum er sá einn kostur nauðugur að finna leiðir til þess að stækka og hagræða í rekstri til þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagði í samtali við Markaðinn í síðustu viku að samkeppnisyfirvöld yrðu að fylgjast afar vel með þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað á hérlendum smásölumarkaði og taka tillit til sístækkandi hlutdeildar netverslunar og innkomu nýrra fyrirtækja. Það væri „gríðarleg áskorun“ fyrir samkeppnisyfirvöld að halda vöku sinni. Hagar og N1 eru á meðal þeirra félaga sem hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar. Samkeppniseftirlitið ógilti síðasta sumar kaup Haga á Lyfju og fjallar nú, eins og áður sagði, um fyrirhuguð kaup Haga á Olís og N1 á Festi. Forsvarsmenn Skeljungs hófu auk þess í maí í fyrra viðræður um kaup á öllu hlutafé Baskó, sem rekur meðal annars verslanir 10-11, en viðræðunum var slitið síðar um sumarið. Skeljungur festi síðan kaup á þriðjungshlut í netversluninni Wedo, sem rekur Hópkaup, Heimkaup og Bland, í desember í fyrra. Í samrunamálum N1 og Festar annars vegar og Haga og Olís hins vegar var það frumniðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samrunarnir röskuðu samkeppni á þeim mörkuðum sem fyrirtækin starfa á og yrðu ekki samþykktir án skilyrða. Eftirlitið hefur við rannsókn málanna einkum litið til fjögurra þátta: stöðu félaganna á dagvöru- og eldsneytismörkuðum, meðal annars með tilliti til áhrifa af innkomu Costco á umrædda markaði, áhrifa samrunanna á staðsetningar dagvöruverslana og eldsneytisstöðva til framtíðar, áhrifa á birgðahald og dreifingu á eldsneytismarkaði og loks eignatengsla á dagvörumarkaði og eldsneytismarkaði. Í því sambandi hefur eftirlitið mestar áhyggjur af víðtæku eignarhaldi lífeyrissjóða á fyrirtækjunum.Sjá einnig: Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Stjórnendur Haga afturkölluðu samrunatilkynningu sína í byrjun mánaðarins og hyggjast senda Samkeppniseftirlitinu nýja tilkynningu „á breyttum grundvelli“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Í kjölfarið mun eftirlitið taka nýju tilkynninguna til skoðunar og leggja mat á tillögur Haga að skilyrðum. Stjórnendur N1 gerðu fyrr í mánuðinum ýmsar athugasemdir við það frummat eftirlitsins að kaupin á Festi veiktu samkeppni á mörkuðum fyrirtækjanna. Samhliða óskuðu þeir eftir því að ganga til sáttaviðræðna við eftirlitið og lögðu auk þess fram hugmyndir að skilyrðum. Í síðustu viku tilkynnti Samkeppniseftirlitið hins vegar olíufélaginu að stofnunin teldi ástæðu til þess að rannsaka málið frekar að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Munu því engar sáttaviðræður fara fram að sinni.Segir matið atviksbundið Gagnrýnt hefur verið að íslensk samkeppnisyfirvöld viðurkenni ekki netverslun, hvort sem er innlenda eða erlenda, sem hluta af markaði hefðbundinnar verslunar og líti auk þess ekki í nógu miklum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi. Páll Gunnar segir að skilgreining markaða sé ekki stjórntæki sem eftirlitið geti beitt. „Markaðir skilgreina sig í raun sjálfir en það er hlutverk eftirlitsins að draga fram hver raunveruleikinn er. Til dæmis er ekki til eitt rétt svar við þeirri spurningu hvort netverslun og hefðbundin verslun tilheyri sama markaði. Staðreyndin er sú að samkeppnisyfirvöld hér og erlendis verða að meta það í hverju tilviki fyrir sig út frá þeirri verslun sem í hlut á í hvert sinn og þeim aðstæðum sem viðskiptavinir búa við í hverju tilviki. Það sama á við þegar leitað er svara við því að hvaða marki samkeppnisyfirvöld eigi að líta til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi, til dæmis innkomu Costco, stöðu Fríhafnarinnar og svo framvegis. Við verðum að meta stöðuna út frá raunveruleikanum eins og hann blasir við í okkar rannsóknum. Það er kjarnaatriðið,“ segir hann. Forsvarsmenn Haga og N1 hafa ítrekað talað um nauðsyn þess að samrunarnir gangi eftir. Mikið sé í húfi. Fyrirtækin verði að eiga kost á því að mæta aukinni samkeppni og breyttu samkeppnisumhverfi með því að stækka rekstrareiningar og auka stærðarhagkvæmni. Þannig kemur fram í samrunaskrá vegna kaupa Haga á Olís, sem Samkeppniseftirlitið birti á vef sínum í nóvember á síðasta ári, að markmið kaupanna sé að „víkka út starfsemi Haga sem fyrir var þannig að unnt verði að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri og bættri þjónustu við viðskiptavini félaganna, meðal annars í nýju og breyttu markaðsumhverfi með innkomu verslunarrisans Costco inn á íslenskan dagvöru- og olíumarkað“.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í ReykjavíkÍ samrunaskránni eru jafnframt tilteknir helstu samlegðarmöguleikar félaganna. Felast þeir í lægri skrifstofu- og stjórnunarkostnaði Olís með samnýtingu á ýmsum sviðum sem og mögulegri hagræðingu á húsnæðiskostnaði, flutningskostnaði og innkaupakostnaði. Auk þess skapist möguleikar á betri innkaupum og hagkvæmari rekstri vöruhúsa sem séu forsendur lægra vöruverðs til viðskiptavina. Í samrunaskrá vegna kaupa N1 á Festi segir berum orðum að kaupin skapi „tækifæri til að byggja upp enn öflugra félag sem er betur í stakk búið til að takast á við síbreytilegt samkeppnisumhverfi. Festi er á meðal stærri smásölufyrirtækja landsins og eru vissir möguleikar á samþættingu í rekstri fyrirtækjanna auk þess sem ná má betri nýtingu á góðum staðsetningum verslana og þjónustustöðva fyrirtækjanna“. Helstu samlegðaráhrifin, að því er segir í samrunaskránni, eru fólgnir í því að hægt verður að loka þjónustustöðvum N1 inni í hverfum og setja upp sjálfsafgreiðslustöðvar þess í stað við dagvöruverslanir Festar, Krónuverslanirnar. Með því megi gera rekstrareiningar hagkvæmari og selja lóðir sem auðvelt er að koma í verð. Jafnframt séu ýmis tækifæri til þess að selja dagvörur Krónunnar á eldsneytisstöðvum N1 víða um land. Einnig telja félögin mögulegt að ná fram auknu hagræði í yfirstjórn, innkaupum og dreifingu á vörum. Eru áætluð samlegðaráhrif af sameiningu félaganna á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Greinendur hafa auk þess bent á mikilvægi þess að kaup Haga og N1 nái fram að ganga ætli fyrirtækin sér að halda sjó í því árferði sem nú ríkir á smásölumarkaði. Sérfræðingar Landsbankans hafa til dæmis sagt að gangi áform fyrirtækjanna eftir megi gera ráð fyrir að þau eigi umtalsvert inni til hækkunar á hlutabréfaverði þeirra. Setji samkeppnisyfirvöld þeim stólinn fyrir dyrnar verði fyrirtækin hins vegar í „mun erfiðari“ stöðu til þess að takast á við breytt umhverfi.Möguleikarnir verulega takmarkaðir Heimir Örn segir að samkeppnisyfirvöld verði samkvæmt gildandi samkeppnislögum að meta hvort samrunar séu til þess fallnir að raska samkeppni, einkum með sköpun eða styrkingu á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Möguleikar slíkra fyrirtækja til þess að stækka við sig í gegnum samruna eða yfirtöku á öðrum félögum séu verulega takmarkaðir. Hann vísar í þessu sambandi til niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju síðasta sumar, en þá var það mat eftirlitsins að kaup Haga myndu hafa skaðleg áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem fyrirtækin starfa bæði á, ekki hvað síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Voru ekki taldar forsendur til þess að ætla að innkoma Costco á markaðinn hafi dregið verulega úr sterkri stöðu Haga. Heimir Örn segir að þegar samruninn hafi verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu hafi Costco aðeins starfað hér á landi í fáeinar vikur. Á þeim tíma hafi einfaldlega verið of snemmt að segja til um áhrif af innkomu Costco. Ekki dugi til þótt menn hafi það á tilfinningunni að samkeppnisumhverfið sé að breytast. Slíkar breytingar verði að vera unnt að mæla og staðreyna. Til þess noti samkeppnisyfirvöld ákveðnar aðferðir sem þó séu óvissu og takmörkunum háðar. „Meiri umræða mætti hins vegar eiga sér stað almennt um þá aðferðafræði sem notuð er við að meta líkleg áhrif samruna á samkeppni. Líta þarf þar ekki síst til þess hvernig íslensk fyrirtæki geti brugðist við samkeppni, til dæmis frá erlendum stórfyrirtækjum, meðal annars með því að efla hagræðingu, en á sama tíma standa vörð um hagsmuni íslenskra neytenda af því að hér á landi ríki virk og raunveruleg samkeppni,“ segir Heimir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00