Britney Spears í herferð hjá Kenzo Ritstjórn skrifar 21. mars 2018 08:45 Glamour/Skjáskot, Peter Lindbergh fyrir Kenzo Ný herferð frá Kenzo leit dagsins ljós á dögunum, þar sem engin önnur en Britney Spears er andlitið. Það er erfitt að trúa því, en þetta er fyrsta hátískuherferð hennar, og við héldum að hún hefði gert allt. Fatalínan er gerð með fyrstu gallaefnalínu Kenzo í huga, en sú lína kom út árið 1986. Á þeim tíma var Britney mjög svo djörf og fjölbreytt í fatavali, og fannst spennandi að fara aftur til níunda áratugarins með Kenzo. Þessi litríka auglýsingaherferð var tekin á götum Los Angeles, af hinum fræga ljósmyndara Peter Lindbergh. Þar er mikið um gallaefni, reimuð gallastígvél og nærbuxur meðal annars. ,,Línan er mjög fjörug, og þó að mér hafi þótt myndatakan örlítið óþægileg fyrst þá skemmtum við okkur mjög vel," segir Britney, og segist vera vanari að vera í myndatökum í stúdíói en ekki úti á götu. Britney er 36 ára tveggja barna móðir í dag, og segir fatastíl sinn hafa breyst ansi mikið síðustu ár. Nú velji hún þægindi framyfir annað, og vill ekki vera of áberandi eða furðulega klædd, sonum sínum vegna. ,,Ég tók miklu fleiri áhættur með fatastíl minn þegar ég var yngri, en nú er ég hætt því," en bætir síðan við að nú þegar synir hennar eru farnir að prófa sig áfram með þeirra eigin stíl þá smitast það yfir á hana, og hún vill fara að taka fleiri áhættur. Frá þessum myndum að dæma, er skemmtilegt að sjá Britney Spears eins og maður man eftir henni fyrir mörgum árum. Svo er mjög erfitt að fá leið á Britney. So excited to announce my new campaign for @KENZO's La Collection Memento No2 shot by @therealpeterlindbergh!!! #kenzolovesbritney A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Mar 20, 2018 at 8:02am PDT Mest lesið Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour ASOS gagnrýnt fyrir að taka fram að fyrirsæta sé í yfirstærð Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Slær enn eitt metið á Instagram Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour Stjörnurnar skörtuðu sínu fegursta á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Glamour
Ný herferð frá Kenzo leit dagsins ljós á dögunum, þar sem engin önnur en Britney Spears er andlitið. Það er erfitt að trúa því, en þetta er fyrsta hátískuherferð hennar, og við héldum að hún hefði gert allt. Fatalínan er gerð með fyrstu gallaefnalínu Kenzo í huga, en sú lína kom út árið 1986. Á þeim tíma var Britney mjög svo djörf og fjölbreytt í fatavali, og fannst spennandi að fara aftur til níunda áratugarins með Kenzo. Þessi litríka auglýsingaherferð var tekin á götum Los Angeles, af hinum fræga ljósmyndara Peter Lindbergh. Þar er mikið um gallaefni, reimuð gallastígvél og nærbuxur meðal annars. ,,Línan er mjög fjörug, og þó að mér hafi þótt myndatakan örlítið óþægileg fyrst þá skemmtum við okkur mjög vel," segir Britney, og segist vera vanari að vera í myndatökum í stúdíói en ekki úti á götu. Britney er 36 ára tveggja barna móðir í dag, og segir fatastíl sinn hafa breyst ansi mikið síðustu ár. Nú velji hún þægindi framyfir annað, og vill ekki vera of áberandi eða furðulega klædd, sonum sínum vegna. ,,Ég tók miklu fleiri áhættur með fatastíl minn þegar ég var yngri, en nú er ég hætt því," en bætir síðan við að nú þegar synir hennar eru farnir að prófa sig áfram með þeirra eigin stíl þá smitast það yfir á hana, og hún vill fara að taka fleiri áhættur. Frá þessum myndum að dæma, er skemmtilegt að sjá Britney Spears eins og maður man eftir henni fyrir mörgum árum. Svo er mjög erfitt að fá leið á Britney. So excited to announce my new campaign for @KENZO's La Collection Memento No2 shot by @therealpeterlindbergh!!! #kenzolovesbritney A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Mar 20, 2018 at 8:02am PDT
Mest lesið Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour ASOS gagnrýnt fyrir að taka fram að fyrirsæta sé í yfirstærð Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Slær enn eitt metið á Instagram Glamour Adobe tískuvæðir myndir úr myndabönkum Glamour Stjörnurnar skörtuðu sínu fegursta á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Glamour