600 milljóna gjaldþrot SS húsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2018 12:09 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. vísir/pjetur Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum.
Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45
Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00