Höddi Magg veislustjóri hjá KA: „Lokatækifæri mitt að gera upp 1989“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 13:00 Hörður Magnússon. Stöð 2 Sport Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti