Enn mikill hiti í Miðhrauni Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2018 13:15 Frá rannsókn lögreglu í Miðhrauni í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ á fimmtudagsmorgun er í fullum gangi, en brunavettvangur var afhentur lögreglu á föstudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að af öryggissjónarmiðum hafi verið beðið með vettvangsrannsókn til mánudags svo vettvangur yrði kólnaður og hreinsun vegna slökkvistarfs að fullum lokið. Í dag hafa því brunasérfræðingar tæknideildar lögreglu verið við eldsupptakarannsókn á vettvangi ásamt brunaverkfræðingi frá Mannvirkjastofnun og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í ljós hefur komið að enn er mikill hiti á því svæði sem rannsóknin beinist að, en unnið er að kælingu þess svæðis og óljóst hvernig rannsókninni muni miða áfram í dag. Lögreglan segir að því sé ekki hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær rannsókninni muni ljúka. Lögreglan segir að unnið hafi verið sleitulaust að málinu frá því eldurinn kom upp á fimmtudag. Í því fólst m.a. að afla ganga úr eftirlitsmyndavélum á og við vettvanginn og með skýrslutökum hjá vitnum og viðbragðsaðilum. Á föstudag var haldinn stöðufundur með fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og Mannvirkjastofnunar og farið yfir fyrirliggjandi gögn. Á fundinum voru enn fremur teknar ákvarðanir um hvað mætti rífa á brunavettvangi og hverju þyrfti að hlífa ef unnt væri m.t.t. rannsóknarhagsmuna. Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ á fimmtudagsmorgun er í fullum gangi, en brunavettvangur var afhentur lögreglu á föstudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að af öryggissjónarmiðum hafi verið beðið með vettvangsrannsókn til mánudags svo vettvangur yrði kólnaður og hreinsun vegna slökkvistarfs að fullum lokið. Í dag hafa því brunasérfræðingar tæknideildar lögreglu verið við eldsupptakarannsókn á vettvangi ásamt brunaverkfræðingi frá Mannvirkjastofnun og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í ljós hefur komið að enn er mikill hiti á því svæði sem rannsóknin beinist að, en unnið er að kælingu þess svæðis og óljóst hvernig rannsókninni muni miða áfram í dag. Lögreglan segir að því sé ekki hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær rannsókninni muni ljúka. Lögreglan segir að unnið hafi verið sleitulaust að málinu frá því eldurinn kom upp á fimmtudag. Í því fólst m.a. að afla ganga úr eftirlitsmyndavélum á og við vettvanginn og með skýrslutökum hjá vitnum og viðbragðsaðilum. Á föstudag var haldinn stöðufundur með fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og Mannvirkjastofnunar og farið yfir fyrirliggjandi gögn. Á fundinum voru enn fremur teknar ákvarðanir um hvað mætti rífa á brunavettvangi og hverju þyrfti að hlífa ef unnt væri m.t.t. rannsóknarhagsmuna.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira