„Hvar er hugsjónafólkið í ríkisstjórninni?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2018 15:59 Gísli Marteinn segir að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að geta sameinast gegn bílastæðakjallaranum. Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og áhugamaður um borgarskipulag, furðar sig á þögn umhverfisverndarsinna innan raða VG og frjálshyggjumanna innan Sjálfstæðisflokksins um byggingu bílastæðakjallara undir Húsi íslenskunnar sem til stendur að reisa á næstu fimm árum. Gísli var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og deildi með hlustendum sinni sýn á borgarmálin og miðlaði af sinni þekkingu. Hann ræddi meðan annars pistil sem hann skrifaði á vefsíðu sinni sem ber heitið „Hús íslenskra bílastæða“ þar sem hann gagnrýnir skipulag hússins sem gerir ráð fyrir stórum bílakjallara. „Hver er það sem er að berjast fyrir því að eyða mörg hundruð milljónum í óþörf bílastæði undir Húsi íslenskunnar? Eru það Sjálfstæðismenn, sem predika góða meðferð almannafjár og að ekki sé verið að eyða of miklum peningum í opinberar byggingar? Eða eru það Vinstri græn sem með þessu vilja auka framboð bílastæða í borginni og auka þar með umferð og mengun?“ spyr Gísli í pistlinum.Til stendur að Hús íslenskunnar rísi á þessu svæði sem gjarnan hefur verið kallað hola íslenskra fræða.Vísir/Daníel RúnarssonGísli segir að um tíu ára skipulag sé að ræða og ör framþróun í borgarskipulagi á þessum tíma geri það að verkum að skipulag hússins sé orðið úrelt. „Ég meina París er búin að ákveða að vera bíllaus í miðbænum á þessu tímabili, Osló er búin að útvíkka sitt bíllausa svæði á þessu tímabili og Lundúnir líka. Stokkhólmur er búinn að hækka verðið sem kostar að keyra inn í miðborgina, og svo framvegis og svo framvegis. Tugir borga eru búin að fara í einhvers konar borgarlínu á þessu tímabili,“ segir Gísli um þá átt sem borgir í Evrópu er að stefna.Vill heldur að peningum verði varið í eflingu tungumálsinsGísli vekur athygli á því að allt um kring sé gríðarstórt bílastæðaflæmi. „Það eru mörg hundruð bílastæði þar sem standa ónotuð stærstan hluta sólarhringsins og eru ókeypis en samt sem áður á að verja hundruðum milljóna í að gera bílastæðakjallara í þessu húsi. Við erum alltaf að tala um vanda íslenskunnar, það vantar peninga til að byggja upp íslenskuna og þá spyr ég, af hverju að setja fjórðung húsnæðisins - því þetta er einn fjórði af þessu nýja, glæsilega húsi – í bílastæðakjallara?“ Spyr Gísli sem segir þó að það sé í raun ekkert til sem heiti „ókeypis bílastæði“.Ókeypis bílastæði eru ekki til„Bílastæðin til dæmis þarna í kringum holu íslenskra fræða milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu, það svæði er allt fullt af „ókeypis bílastæðum“, innan gæsalappa, en ef ég myndi selja þér þetta land þá gætir þú gert það að verulegri féþúfu og byggt íbúðir fyrir hundruð stúdenta þannig að hvernig er þetta ókeypis? Þetta er bara niðurgreiðsla á landi. Það eru bara skattgreiðendur og borgarbúar sem eru að borga fyrir það að menn geti lagt þarna án þess að borga.“Skipulag Húss íslenskunnar er tíu ára gamalt.Vísir/Daníel RúnarssonGísli segir að tilfinningin fyrir bílastæðavanda stýrist að öllu leyti af hugarfari. Ef borgarbúar fara keyrandi á áfangastað og búast við að fá stæði þá verði þeir pirraðir ef það er ekki til staðar en aftur á móti, ef viðkomandi býst ekki við að bílastæðin séu fyrir hendi þá verði enginn pirraður. Hann bendir á að yfirvöld í Danmörku hafi reist nýtt óperuhús og ekki gert ráð fyrir neinu einasta bílastæði í skipulagi hússins.Flest bílastæði allraGísli tekur mið af stórri úttekt íslenskrar verkfræðistofu um bílastæði og segir: „það er hvergi í heiminum fleiri bílastæði per starf heldur en í miðbæ Reykjavíkur. Við erum með flest bílastæði allra. Það er segin saga að þær borgir sem flest hafa bílastæðin og þau svæðin sem flest hafa bílastæðin fá flestar kvartanir undan bílastæðum, það er að segja að þau séu ekki nógu mörg.“ Hann segir því að bílastæðin í bílakjallaranum undir Húsi íslenskunnar séu hrein viðbót í miðborg sem hafi flest bílastæði heims per starf.Hvar er hugsjónafólkið í ríkisstjórninni?Gísli bendir á að bílastæðakjallarinn kostnaðarsami gangi þvert gegn hugmyndafræði ríkisstjórnarflokkanna sem standa að byggingu hans. „Hvar er hugsjónafólkið í ríkisstjórninni sem er núna að fara að byggja þetta? Hvar eru frjálshyggjumennirnir sem venjulega mótmæla óheftum ríkisútgjöldum í opinberar byggingar? Það heyrist ekki í þeim þrátt fyrir að það eigi að setja hundruð milljóna í óþörf bílastæði. Hvar eru umhverfissinnarnir í VG Sem ættu að mótmæla aukinni bílaumferð, útblæstri, svifryki og allt þetta? Við vitum að bílastæði auka umferð, það er jafn öruggt og þyngdarlögmál Newtons. Ef þú byggir bílastæði þá draga þau til sín umferð en enginn umhverfissinni er að mótmæla þessu og enginn frjálshyggjumaður. Þarna gætu öfgarnar í ríkisstjórninni – eða jaðrarnir skulum við segja – sameinast um eitt gott mál en það heyrist ekki í þeim.“ Gísli skrifaði pistilinn ekki með það í huga að ríkisstjórnin hætti snarlega við og tæki sig til og mokaði yfir holuna, úr því sem komið er, en hann vill engu að síður kalla eftir viðhorfsbreytingu. Hann vill að stjórnvöld fylgi borgarþróun nútímans og hafi hana að leiðarljósi næst þegar ráðist verði í byggingu opinberrar byggingar.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gísla Martein í heild sinni. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og áhugamaður um borgarskipulag, furðar sig á þögn umhverfisverndarsinna innan raða VG og frjálshyggjumanna innan Sjálfstæðisflokksins um byggingu bílastæðakjallara undir Húsi íslenskunnar sem til stendur að reisa á næstu fimm árum. Gísli var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og deildi með hlustendum sinni sýn á borgarmálin og miðlaði af sinni þekkingu. Hann ræddi meðan annars pistil sem hann skrifaði á vefsíðu sinni sem ber heitið „Hús íslenskra bílastæða“ þar sem hann gagnrýnir skipulag hússins sem gerir ráð fyrir stórum bílakjallara. „Hver er það sem er að berjast fyrir því að eyða mörg hundruð milljónum í óþörf bílastæði undir Húsi íslenskunnar? Eru það Sjálfstæðismenn, sem predika góða meðferð almannafjár og að ekki sé verið að eyða of miklum peningum í opinberar byggingar? Eða eru það Vinstri græn sem með þessu vilja auka framboð bílastæða í borginni og auka þar með umferð og mengun?“ spyr Gísli í pistlinum.Til stendur að Hús íslenskunnar rísi á þessu svæði sem gjarnan hefur verið kallað hola íslenskra fræða.Vísir/Daníel RúnarssonGísli segir að um tíu ára skipulag sé að ræða og ör framþróun í borgarskipulagi á þessum tíma geri það að verkum að skipulag hússins sé orðið úrelt. „Ég meina París er búin að ákveða að vera bíllaus í miðbænum á þessu tímabili, Osló er búin að útvíkka sitt bíllausa svæði á þessu tímabili og Lundúnir líka. Stokkhólmur er búinn að hækka verðið sem kostar að keyra inn í miðborgina, og svo framvegis og svo framvegis. Tugir borga eru búin að fara í einhvers konar borgarlínu á þessu tímabili,“ segir Gísli um þá átt sem borgir í Evrópu er að stefna.Vill heldur að peningum verði varið í eflingu tungumálsinsGísli vekur athygli á því að allt um kring sé gríðarstórt bílastæðaflæmi. „Það eru mörg hundruð bílastæði þar sem standa ónotuð stærstan hluta sólarhringsins og eru ókeypis en samt sem áður á að verja hundruðum milljóna í að gera bílastæðakjallara í þessu húsi. Við erum alltaf að tala um vanda íslenskunnar, það vantar peninga til að byggja upp íslenskuna og þá spyr ég, af hverju að setja fjórðung húsnæðisins - því þetta er einn fjórði af þessu nýja, glæsilega húsi – í bílastæðakjallara?“ Spyr Gísli sem segir þó að það sé í raun ekkert til sem heiti „ókeypis bílastæði“.Ókeypis bílastæði eru ekki til„Bílastæðin til dæmis þarna í kringum holu íslenskra fræða milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu, það svæði er allt fullt af „ókeypis bílastæðum“, innan gæsalappa, en ef ég myndi selja þér þetta land þá gætir þú gert það að verulegri féþúfu og byggt íbúðir fyrir hundruð stúdenta þannig að hvernig er þetta ókeypis? Þetta er bara niðurgreiðsla á landi. Það eru bara skattgreiðendur og borgarbúar sem eru að borga fyrir það að menn geti lagt þarna án þess að borga.“Skipulag Húss íslenskunnar er tíu ára gamalt.Vísir/Daníel RúnarssonGísli segir að tilfinningin fyrir bílastæðavanda stýrist að öllu leyti af hugarfari. Ef borgarbúar fara keyrandi á áfangastað og búast við að fá stæði þá verði þeir pirraðir ef það er ekki til staðar en aftur á móti, ef viðkomandi býst ekki við að bílastæðin séu fyrir hendi þá verði enginn pirraður. Hann bendir á að yfirvöld í Danmörku hafi reist nýtt óperuhús og ekki gert ráð fyrir neinu einasta bílastæði í skipulagi hússins.Flest bílastæði allraGísli tekur mið af stórri úttekt íslenskrar verkfræðistofu um bílastæði og segir: „það er hvergi í heiminum fleiri bílastæði per starf heldur en í miðbæ Reykjavíkur. Við erum með flest bílastæði allra. Það er segin saga að þær borgir sem flest hafa bílastæðin og þau svæðin sem flest hafa bílastæðin fá flestar kvartanir undan bílastæðum, það er að segja að þau séu ekki nógu mörg.“ Hann segir því að bílastæðin í bílakjallaranum undir Húsi íslenskunnar séu hrein viðbót í miðborg sem hafi flest bílastæði heims per starf.Hvar er hugsjónafólkið í ríkisstjórninni?Gísli bendir á að bílastæðakjallarinn kostnaðarsami gangi þvert gegn hugmyndafræði ríkisstjórnarflokkanna sem standa að byggingu hans. „Hvar er hugsjónafólkið í ríkisstjórninni sem er núna að fara að byggja þetta? Hvar eru frjálshyggjumennirnir sem venjulega mótmæla óheftum ríkisútgjöldum í opinberar byggingar? Það heyrist ekki í þeim þrátt fyrir að það eigi að setja hundruð milljóna í óþörf bílastæði. Hvar eru umhverfissinnarnir í VG Sem ættu að mótmæla aukinni bílaumferð, útblæstri, svifryki og allt þetta? Við vitum að bílastæði auka umferð, það er jafn öruggt og þyngdarlögmál Newtons. Ef þú byggir bílastæði þá draga þau til sín umferð en enginn umhverfissinni er að mótmæla þessu og enginn frjálshyggjumaður. Þarna gætu öfgarnar í ríkisstjórninni – eða jaðrarnir skulum við segja – sameinast um eitt gott mál en það heyrist ekki í þeim.“ Gísli skrifaði pistilinn ekki með það í huga að ríkisstjórnin hætti snarlega við og tæki sig til og mokaði yfir holuna, úr því sem komið er, en hann vill engu að síður kalla eftir viðhorfsbreytingu. Hann vill að stjórnvöld fylgi borgarþróun nútímans og hafi hana að leiðarljósi næst þegar ráðist verði í byggingu opinberrar byggingar.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gísla Martein í heild sinni.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira