Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2018 19:45 Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið. Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið.
Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00