Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 20:00 Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58