Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 12:30 Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra Vísir/eyþór Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58