Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2018 20:00 Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. Fjallað var um Alexandersflugvöll í fréttum Stöðvar 2. Eftir langt hlé hófst áætlunarflug að nýju til Sauðárkróks í vetur en nítján sæta vélar Flugfélagsins Ernis fljúga fjórum sinnum í viku úr Reykjavík. Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, segir það hafa verið í desember sem þessi hálfs árs tilraun hófst. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni. En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ segir Freyja Rós og bætir við að slæmt veður í janúar og febrúar hafi sett verulegt strik í reikninginn.Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugsamgöngur hafa lengi verið baráttumál ráðamanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem telja afar brýnt að flugvöllurinn eflist, segir Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri. Það séu gríðarleg þægindi að geta flogið á milli, meðal annars vegna þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi að sækja. „Flugið tekur 35 mínútur á meðan þú ert að minnsta kosti þrjá og hálfan tíma að keyra,“ segir Ásta. En hverjir eru að nota flugið? „Það eru eiginlega allir. Einstaklingar. Það eru börn að fara til foreldra. Fyrirtækin eru mjög mikið að nota þetta,“ svarar Freyja Rós.Frá Alexandersflugvelli í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En Skagfirðingar hafa stærri drauma. Þeir myndu vilja sjá stærri flugvélar og beint frá útlöndum. Þeir telja Alexandersflugvöll raunar eitt besta flugvallarstæði landsins. „Við teljum það. Við teljum að það þurfi ekki mjög mikið að gera og við höfum verið að tala fyrir því að þetta gæti orðið varaflugvöllur fyrir Akureyri. Því að öll viljum við jú dreifa ferðamanninum um landið. Það er byrjað flug á Akureyri, sem er bara mjög af hinu góða. Við teljum að við gætum þjónað Norðurlandi mjög vel ef hér yrði varaflugvöllur, til dæmis,“ segir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. Fjallað var um Alexandersflugvöll í fréttum Stöðvar 2. Eftir langt hlé hófst áætlunarflug að nýju til Sauðárkróks í vetur en nítján sæta vélar Flugfélagsins Ernis fljúga fjórum sinnum í viku úr Reykjavík. Freyja Rós Ásdísardóttir, starfsmaður Ernis á Sauðárkróki, segir það hafa verið í desember sem þessi hálfs árs tilraun hófst. „Það er bara æðislegt að sjá upplifun allra. Þegar ljósin kvikna á vellinum og vélin kemur inn og fólk heyrir í vélinni. En það má nota þetta meira. Þetta er ekki alveg að fara nógu vel af stað. En eitthvað þó,“ segir Freyja Rós og bætir við að slæmt veður í janúar og febrúar hafi sett verulegt strik í reikninginn.Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flugsamgöngur hafa lengi verið baráttumál ráðamanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem telja afar brýnt að flugvöllurinn eflist, segir Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri. Það séu gríðarleg þægindi að geta flogið á milli, meðal annars vegna þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi að sækja. „Flugið tekur 35 mínútur á meðan þú ert að minnsta kosti þrjá og hálfan tíma að keyra,“ segir Ásta. En hverjir eru að nota flugið? „Það eru eiginlega allir. Einstaklingar. Það eru börn að fara til foreldra. Fyrirtækin eru mjög mikið að nota þetta,“ svarar Freyja Rós.Frá Alexandersflugvelli í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En Skagfirðingar hafa stærri drauma. Þeir myndu vilja sjá stærri flugvélar og beint frá útlöndum. Þeir telja Alexandersflugvöll raunar eitt besta flugvallarstæði landsins. „Við teljum það. Við teljum að það þurfi ekki mjög mikið að gera og við höfum verið að tala fyrir því að þetta gæti orðið varaflugvöllur fyrir Akureyri. Því að öll viljum við jú dreifa ferðamanninum um landið. Það er byrjað flug á Akureyri, sem er bara mjög af hinu góða. Við teljum að við gætum þjónað Norðurlandi mjög vel ef hér yrði varaflugvöllur, til dæmis,“ segir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Áætlunarflug til Skagafjarðar hafið Ef tilraunaverkefni gengur vel gæti flugið fest sig í sessi 3. desember 2017 20:00
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15