Góður starfsandi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þrátt fyrir uppsagnir Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 6. apríl 2018 17:31 Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði sem heyrir undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Visir/Pjetur Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16