Trump samþykkir að hafa hermenn í Sýrlandi um tíma Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 19:27 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til. Donald Trump Sýrland Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til.
Donald Trump Sýrland Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent