Guardiola lofar sóknarbolta á Anfield í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 14:00 Pep Guardiola á blaðamannafundinum fyrir leikinn. Vísir/Getty Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Það stefnir í skemmtilegt kvöld á Anfield í Liverpool en tvö sókndjörfustu lið enska boltans mætast þá á stóra sviðinu. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætir líka með lið sitt í sóknarhug á Anfield í kvöld í fyrri leik City og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola lofaði því á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann ætlaði að láta sitt lið spila sóknarbolta á Anfield í kvöld. Kannski verður sóknin „besta“ vörnin en í síðasta leik liðanna á Anfield þá voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri Liverpool og fjöldi dauðafæra til viðbótar litu dagsins ljós. „Ég veit að leikstíll okkar er fullkominn fyrir Liverpool af því að það er það lið sem sækir betur í opin svæði en nokkurt annað lið í heiminum. Þetta á sérstaklega við þá (Sadio) Mane, (Mohamed) Salah, (Roberto) Firmino, sem eru svo góðir leikmenn,“ sagði Pep Guardiola. „Samt sem áður þá finnst mér besta leiðin fyrir okkur vera að reyna að vinna þennan leik. Ef ég færi að tala um að liðið mitt ætlaði að breyta sínum leikstíl fyrir þennan leik þá myndu leikmenn mínir horfa á mig og segja: Þessi gæi er hræddur - stjórinn treystir okkur ekki,“ sagði Guardiola. „Það væru mistök hjá mér að gera það,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola says the way Manchester City play is "perfect for Liverpool". But he's not planning to adapt more conservative tactics in the Champions League tonight: https://t.co/nzKiu1MblCpic.twitter.com/lC2pxZF2BD — Sky Sports Football (@SkyFootball) April 4, 2018 Manchester City hefur skorað 88 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 19 mörk í Meistaradeildinni. Liverpool hefur skorað 75 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 28 mörk í Meistaradeildinni. Liðið í þriðja sæti yfir markaskorun í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham sem hefur skorað þrettán deildarmörkum færra en Liverpool og 26 deildarmörkum færra en City. „Bæði lið mun reyna að spila fótbolta. Við erum liðin sem skora flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Ég held að lið Jürgen Klopp beri virðingu fyrir góðum fótbolta. Þeir reyna að sækja og auðvitað munum við gera það líka. Ég er viss um að þetta verður góður leikur,“ sagði Guardiola.Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira