Vill að herinn standi vörð við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira