Rose Namajunas mun þá verja beltið sitt gegn Joanna Jedrzejczyk en hún tók einmitt beltið af Joönnu á magnaðan hátt í síðasta bardaga.
Aðalbardagui kvöldsins átti að vera um léttvigtarbelti UFC á milli Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Ferguson meiddist á sunnudag og því mun fjaðurvigtarmeistarinn, Max Holloway, stíga upp og berjast við Khabib. Það ætti að vera magnaður bardagi.
UFC er byrjað að hita upp fyrir kvöldið með Embedded-þáttunum sínum. Þar má sjá stelpurnar æfa og skella sér í ísbað. Báðar eru mjög öruggar með sig fyrir kvöldið.
Einnig má sjá Khabib bregðast við þeim tíðindum að hann sé kominn með nýjan andstæðing.