Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Arion banki ætlar að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðju United Silicon og selja hana eins skjótt og auðið er. Vísir/Eyþór Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira
Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00