Carlos yngsti forseti í sögu Kosta Ríka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Carlos Quesada sigri hrósandi eftir kosningarnar. Vísir/EPA Miðjumaðurinn Carlos Alvarado Quesada hafði betur gegn mótframbjóðanda sínum, Alvarado Muñoz, í forsetakosningunum í Kosta Ríka. Sigur Quesada þykir tryggja áframhaldandi áherslu á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum og réttindum þeirra. Quesada, sem er 38 ára gamall og fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hlaut 61 prósent greiddra atkvæða. Yfirburðir hans voru nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Quesada verður yngsti forseti í sögu Kosta Ríka þegar hann tekur við völdum í maí. Varaforseti hans verður Epsy Campbell en hún verður fyrsta afrískættaða konan til að gegna því embætti. „Mitt loforð er að stuðla að ríkisstjórn sem allir eiga hlut í, bæði hvað varðar jafnrétti og frelsi einstaklinga til að eiga farsæla framtíð,“ sagði Quesada í gær er þúsundir söfnuðust saman í San José til að hylla forsetann nýja. „Það er miklu fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að.“ Í kosningabaráttunni lagði Quesada mikla áherslu á réttindi samkynhneigðra og hefur heitið lagabreytingum sem heimila hjónabönd þeirra. Þessar áherslur Quesada höfðu betur gegn uppátækjum Muñoz sem viðurkenndi ósigur stuttu eftir að 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Muñoz hinn íhaldsami er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður en hann er einna þekktastur fyrir trúarlega tónlist sem hann hefur samið lengi vel. Kosningabarátta hans snerist að stórum hluta um að banna hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Muñoz sendi Quesada heillaóskir og lofaði því að aðstoða hann við leysa úr vandamálum landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kosta Ríka Mið-Ameríka Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Miðjumaðurinn Carlos Alvarado Quesada hafði betur gegn mótframbjóðanda sínum, Alvarado Muñoz, í forsetakosningunum í Kosta Ríka. Sigur Quesada þykir tryggja áframhaldandi áherslu á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum og réttindum þeirra. Quesada, sem er 38 ára gamall og fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hlaut 61 prósent greiddra atkvæða. Yfirburðir hans voru nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Quesada verður yngsti forseti í sögu Kosta Ríka þegar hann tekur við völdum í maí. Varaforseti hans verður Epsy Campbell en hún verður fyrsta afrískættaða konan til að gegna því embætti. „Mitt loforð er að stuðla að ríkisstjórn sem allir eiga hlut í, bæði hvað varðar jafnrétti og frelsi einstaklinga til að eiga farsæla framtíð,“ sagði Quesada í gær er þúsundir söfnuðust saman í San José til að hylla forsetann nýja. „Það er miklu fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að.“ Í kosningabaráttunni lagði Quesada mikla áherslu á réttindi samkynhneigðra og hefur heitið lagabreytingum sem heimila hjónabönd þeirra. Þessar áherslur Quesada höfðu betur gegn uppátækjum Muñoz sem viðurkenndi ósigur stuttu eftir að 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Muñoz hinn íhaldsami er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður en hann er einna þekktastur fyrir trúarlega tónlist sem hann hefur samið lengi vel. Kosningabarátta hans snerist að stórum hluta um að banna hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Muñoz sendi Quesada heillaóskir og lofaði því að aðstoða hann við leysa úr vandamálum landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosta Ríka Mið-Ameríka Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira