Fá ekki enn að rannsaka vettvang efnavopnaárásarinnar í Douma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Frá Douma í Sýrlandi, þar sem átök hafa geisað. Vísir/AFP Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05