Lét dómarann heyra það eftir að dómur hafði verið kveðinn upp Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 14:54 Khaled Cairo lét óánægju sína í ljós á leið sinni úr Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Khaled Cairo var afar ósáttur þegar hann var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Var hann fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel 21. september síðastliðinn. Þegar dómsorðið hafði verið lesið í sal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur virtist Khaled brosa fyrst um sinn en svo var eins og hann hefði áttað sig á niðurstöðunni. Hann brást við því með því að kalla að dómara málsins: „Ég sagði þér sannleikann og ég fæ sextán ár?“ Á leið sinni úr dómsalnum og að lyftu Héraðsdóms Reykjavíkur lét hann óánægju sína í ljós en sjá má það atvik í spilaranum hér fyrir neðan:Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra.12,2 milljónir í bætur Foreldrar hennar og börn gerðu kröfu um miskabætur upp á fimmtán milljónir króna. Var Khaled dæmdur til að greiða þeim samtals 12,2 milljónir króna í skaðabætur. Hvert barn fékk þrjár milljónir en foreldrarnir 1,6 milljónir hvort. Auk þess þarf hann að greiða 11,5 milljónir króna í málskostnað. Khaled kynntist Sanitu í gegnum Internetið. Sagði hann þau hafa hist einu sinni og sofið saman en ekki aftur. Samskipti þeirra eftir að hafa hist fóru fram á netinu en að kvöldi dagsins sem hann banaði Sanitu hafði hann samband við hana. Vildi hann fá að koma í heimsókn en Sanita svaraði honum ekki. Hann komst inn á heimili hennar og varð illur þegar hann komst að því að Sanita væri í samskiptum við annan mann.Khaled Cairo í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.Vísir/VilhelmSagðist ekki hafa náð að stjórna gjörðum sínum Sá maður var væntanlegur til hennar en þegar hann birtist í dyragættinni á heimili Sanitu sagðist Khaled hafa gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu. Sagðist hann eiga erfitt með að muna það sem gerðist á meðan hann væri „venjulegur maður“ og þyrfti aðstoð sálfræðings til að nálgast þær minningar.Við aðalmeðferð málsins vildi Khaled í raun meina að hann hefði orðið bræði að bráð og hefði ekki geta stjórnað gjörðum sínum.Sakhæfur að mati geðlæknaÞrír geðlæknar sem voru fengnir til að meta sakhæfi Khaleds töldu hann allir sakhæfan. Hann væri ekki siðblindur eða andfélagslegur, engin merki væru um geðrof en hins vegar væri hann haldinn einhverskonar persónuleikaröskun sem kæmi þó ekki í veg fyrir að hann væri sakhæfur. Voru matsmennirnir beðnir um að leggja mat sitt á viðbrögð Khaled við verknaðinum og til að mynda það að hann hefði hlegið tryllingslega þegar árásin á Sanitu Brauna var nefnd við yfirheyrslu. Einn af geðlæknunum taldi það tengjast frekar varnarviðbrögðum Khaled þegar málið varð honum mjög óþægilegt, en ekki benda til geðrofs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við munnlegan málflutning málsins að Khaled Cairo ætti sér engar málsbætur. Hann hefði ekki sýnt neina iðrun heldur þvert á mót kennt Sanitu um hvernig fór.Dómurinn hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur en þar kemur fram að Khaled Cairo sé sakhæfur og eigi sér engar málsbætur. Ákváðu dómararnir að hann skildi sæta fangelsi í sextán ár með hliðsjón af hinni hrottafengnu og langvinnu árás. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Sjá meira
Khaled Cairo var afar ósáttur þegar hann var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Var hann fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel 21. september síðastliðinn. Þegar dómsorðið hafði verið lesið í sal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur virtist Khaled brosa fyrst um sinn en svo var eins og hann hefði áttað sig á niðurstöðunni. Hann brást við því með því að kalla að dómara málsins: „Ég sagði þér sannleikann og ég fæ sextán ár?“ Á leið sinni úr dómsalnum og að lyftu Héraðsdóms Reykjavíkur lét hann óánægju sína í ljós en sjá má það atvik í spilaranum hér fyrir neðan:Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra.12,2 milljónir í bætur Foreldrar hennar og börn gerðu kröfu um miskabætur upp á fimmtán milljónir króna. Var Khaled dæmdur til að greiða þeim samtals 12,2 milljónir króna í skaðabætur. Hvert barn fékk þrjár milljónir en foreldrarnir 1,6 milljónir hvort. Auk þess þarf hann að greiða 11,5 milljónir króna í málskostnað. Khaled kynntist Sanitu í gegnum Internetið. Sagði hann þau hafa hist einu sinni og sofið saman en ekki aftur. Samskipti þeirra eftir að hafa hist fóru fram á netinu en að kvöldi dagsins sem hann banaði Sanitu hafði hann samband við hana. Vildi hann fá að koma í heimsókn en Sanita svaraði honum ekki. Hann komst inn á heimili hennar og varð illur þegar hann komst að því að Sanita væri í samskiptum við annan mann.Khaled Cairo í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.Vísir/VilhelmSagðist ekki hafa náð að stjórna gjörðum sínum Sá maður var væntanlegur til hennar en þegar hann birtist í dyragættinni á heimili Sanitu sagðist Khaled hafa gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu. Sagðist hann eiga erfitt með að muna það sem gerðist á meðan hann væri „venjulegur maður“ og þyrfti aðstoð sálfræðings til að nálgast þær minningar.Við aðalmeðferð málsins vildi Khaled í raun meina að hann hefði orðið bræði að bráð og hefði ekki geta stjórnað gjörðum sínum.Sakhæfur að mati geðlæknaÞrír geðlæknar sem voru fengnir til að meta sakhæfi Khaleds töldu hann allir sakhæfan. Hann væri ekki siðblindur eða andfélagslegur, engin merki væru um geðrof en hins vegar væri hann haldinn einhverskonar persónuleikaröskun sem kæmi þó ekki í veg fyrir að hann væri sakhæfur. Voru matsmennirnir beðnir um að leggja mat sitt á viðbrögð Khaled við verknaðinum og til að mynda það að hann hefði hlegið tryllingslega þegar árásin á Sanitu Brauna var nefnd við yfirheyrslu. Einn af geðlæknunum taldi það tengjast frekar varnarviðbrögðum Khaled þegar málið varð honum mjög óþægilegt, en ekki benda til geðrofs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við munnlegan málflutning málsins að Khaled Cairo ætti sér engar málsbætur. Hann hefði ekki sýnt neina iðrun heldur þvert á mót kennt Sanitu um hvernig fór.Dómurinn hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur en þar kemur fram að Khaled Cairo sé sakhæfur og eigi sér engar málsbætur. Ákváðu dómararnir að hann skildi sæta fangelsi í sextán ár með hliðsjón af hinni hrottafengnu og langvinnu árás.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Sjá meira
Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34
Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp á Hagamel Khaled Cairo var fundinn sekur um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. apríl 2018 13:00