Sundlaugin í Ásgarði opnar á ný Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 14:01 Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Vísir Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni. Garðabær Sundlaugar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni.
Garðabær Sundlaugar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira