„Viðbjóður að stunda sömu íþrótt og svona hommahatari“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2018 11:30 Israel Folau er lítt hrifinn af samkynhneigðum. vísir/getty Eins og greint var frá í gær mun Israel Folau, landsliðsmaður Ástralíu í ruðningi, ekki fá neina refsingu fyrir það að segja að hommar muni fara til helvítis. Folau er strangtrúaður og svaraði spurningu á Instagram um hver væri áætlun Guðs með samkynhneigða að þeirra biði dvöl í helvíti. Hann er einnig á móti hjónabandi samkynhneigðra en þá skoðun lét hann opinberlega í ljós á síðasta ári. Ástralska ruðningssambandið sagði Folau hafa skýrt afstöðu sína og hann ætlaði ekki að særa neinn. Þetta er einfaldlega eitthvað sem hann trúir á og því verði að bera viðringu fyrir. Ástralska sambandið segist skilja afstöðu hans. Brad Weber, landsliðsmaður Nýja-Sjálands, er langt frá því að vera jafn skilningsríkur í garð Folau þar sem hann á skyldmenni sem eru samkynhneigð. Hann er fyrsta stóra nafnið í ruðningsbransanum sem gagnrýnir Folau opinberlega. BBC greinir frá. „Ég er búinn að fá nóg af því að sjá engan tjá sig um þetta. Ég gjörsamlega þoli ekki að þurfa að spila íþróttina sem ég elska með fólki eins og Folau sem segir svona hluti,“ skrifaði Weber reiður á Twitter og hélt áfram: „Frænkur mínar tvær og konur þeirra eru einhverjar bestu manneskjur sem að ég hef kynnst. Það fyllir mig viðbjóði að hugsa til þess að einhver segi að þær séu á leiðinni til helvítis fyrir það eitt að vera samkynhneigðar,“ segir Brad Weber. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir „Skilja afstöðu“ leikmanns sem sagði að hommar fari til helvítis Ástralska ruðningssambandið refsar ekki einni af sínum skærustu stjörnum fyrir ljót orð í garð samkynhneigðra. 17. apríl 2018 11:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Eins og greint var frá í gær mun Israel Folau, landsliðsmaður Ástralíu í ruðningi, ekki fá neina refsingu fyrir það að segja að hommar muni fara til helvítis. Folau er strangtrúaður og svaraði spurningu á Instagram um hver væri áætlun Guðs með samkynhneigða að þeirra biði dvöl í helvíti. Hann er einnig á móti hjónabandi samkynhneigðra en þá skoðun lét hann opinberlega í ljós á síðasta ári. Ástralska ruðningssambandið sagði Folau hafa skýrt afstöðu sína og hann ætlaði ekki að særa neinn. Þetta er einfaldlega eitthvað sem hann trúir á og því verði að bera viðringu fyrir. Ástralska sambandið segist skilja afstöðu hans. Brad Weber, landsliðsmaður Nýja-Sjálands, er langt frá því að vera jafn skilningsríkur í garð Folau þar sem hann á skyldmenni sem eru samkynhneigð. Hann er fyrsta stóra nafnið í ruðningsbransanum sem gagnrýnir Folau opinberlega. BBC greinir frá. „Ég er búinn að fá nóg af því að sjá engan tjá sig um þetta. Ég gjörsamlega þoli ekki að þurfa að spila íþróttina sem ég elska með fólki eins og Folau sem segir svona hluti,“ skrifaði Weber reiður á Twitter og hélt áfram: „Frænkur mínar tvær og konur þeirra eru einhverjar bestu manneskjur sem að ég hef kynnst. Það fyllir mig viðbjóði að hugsa til þess að einhver segi að þær séu á leiðinni til helvítis fyrir það eitt að vera samkynhneigðar,“ segir Brad Weber.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir „Skilja afstöðu“ leikmanns sem sagði að hommar fari til helvítis Ástralska ruðningssambandið refsar ekki einni af sínum skærustu stjörnum fyrir ljót orð í garð samkynhneigðra. 17. apríl 2018 11:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
„Skilja afstöðu“ leikmanns sem sagði að hommar fari til helvítis Ástralska ruðningssambandið refsar ekki einni af sínum skærustu stjörnum fyrir ljót orð í garð samkynhneigðra. 17. apríl 2018 11:00