Storebrand hefur innreið hér á landi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Jan Erik Saugestad, forstjóri eignastýringarhluta Storebrand, segir margt líkt með Noregi og Íslandi. Erik Lindvall Stærsta sjóðastýringarfyrirtækið í Noregi, Storebrand, hefur ákveðið að halda innreið sína á íslenskan markað. Forstjórinn segist þess fullviss að áhersla fyrirtækisins á sjálfbærar og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar muni vekja áhuga á meðal íslenskra stofnanafjárfesta. „Við höfum hugað að sjálfbærum fjárfestingum í yfir tuttugu ár og viljum glöð deila okkar reynslu og lausnum með íslenskum fjárfestum,“ segir Jan Erik Saugestad, forstjóri eignastýringarhluta fjármálafyrirtækisins Storebrand, í viðtali við Markaðinn. Norska félagið, sem er með yfir 70 milljarða evra, jafnvirði um 8.500 milljarða íslenskra króna, í stýringu, hefur þegar tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um fyrirhugaða markaðssetningu sína á fjórum verðbréfasjóðum hér á landi. Saugestad segir að aflétting fjármagnshafta og nýlegt lagaákvæði sem skyldar íslenska lífeyrissjóði til þess að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum hafi skapað Storebrand markaðstækifæri sem félagið vilji nýta sér. „Þetta er áhugavert tækifæri og við trúum því að við höfum upp á margt að bjóða.“Forsvarsmenn Storebrand munu sækja Ísland heim í lok mánaðarins og funda með fulltrúum stofnanafjárfesta, svo sem lífeyrissjóða, tryggingafélaga og verðbréfasjóða, en með í för verður einnig hópur norskra fjárfesta og viðskiptavina Storebrand sem mun heimsækja íslensk fyrirtæki og skoða hér fjárfestingartækifæri, að sögn Saugestads. Hann segir ýmislegt líkt með Noregi og Íslandi. „Við deilum að miklu leyti sömu menningu og auk þess glímum við, sem lítil lönd í heimshagkerfinu, við sumar af sömu áskorununum.“ Storebrand hafi áratugareynslu af því að starfa með norskum stofnanafjárfestum og geti miðlað henni til íslenskra fjárfesta. Þá hafi fyrirtækið auk þess skapað sér sérstöðu með áherslu sinni á sjálfbærar fjárfestingar. „Við trúum því, sem langtímafjárfestir, að sjálfbærni í fjárfestingum sé afar mikilvæg. Bæði er það klókt út frá áhættusjónarmiðum og auk þess er það hið eina rétta í stöðunni,“ nefnir hann. Segja má að á síðustu árum hafi orðið vitundarvakning á meðal fjárfesta um mikilvægi ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga. Sem dæmi hafa æ fleiri fjárfestar, þá ekki síst lífeyrissjóðir, sett sér stefnu sem tekur á svonefndum ESG-þáttum – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (e. environmental, social og governance) – við fjárfestingar. Sjálfbærar fjárfestingar, þar sem tillit er tekið til ESG-þáttanna, hafa aukist verulega á undanförnum árum en til marks um það hefur aukning slíkra fjárfestinga í Evrópu verið tvöföld á við vöxt hefðbundinna fjárfestinga. Eignir í stýringu evrópskra sjóða sem taka mið af viðmiðum ESG hafa vaxið árlega um 29 prósent að meðaltali allt frá árinu 2007.Snerist um viðskiptasiðferði Þrátt fyrir að flestir stofnanafjárfestar hafi vaknað til vitundar um sjálfbærar fjárfestingar á allra síðustu árum hafa slíkar fjárfestingar verið eitt aðalsmerki Storebrand í yfir tuttugu ár. „Við fórum að huga að þessum þáttum um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þegar langflestir fjárfestar vissu ekki einu sinni hvað sjálfbærar fjárfestingar væru,“ útskýrir Saugestad. „Þróunin hefur verið ör á þessu sviði. Til að byrja með snerist þetta að miklu leyti um viðskiptasiðferði. Að við vildum ekki hagnast á fjárfestingum í hverju sem er. Síðan færðist áherslan meira á áhættustýringu og við fórum að forðast að fjárfesta í fyrirtækjum í áhættusömum rekstri, til dæmis fyrirtækjum sem tengjast kolaframleiðslu og fyrirtækjum sem eiga slæma sögu þegar kemur að námugreftri, svo dæmi séu nefnd. Það eru fyrirtæki á ólíkum sviðum sem við reynum að forðast að fjárfesta í vegna þess að við teljum áhættuna einfaldlega of mikla. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla loks verið lögð á að finna tækifærin. Hvar finnum við fyrirtæki sem veita sjálfbærar lausnir í samræmi við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og við viljum styðja við?“ Það geti verið fyrirtæki sem standa fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum, koma að framleiðslu og dreifingu endurnýjanlegrar orku, taka þátt í deilihagkerfinu eða stuðla að umhverfisvænum samgöngum, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin standa framarlega „Þegar fjárfest er til langs tíma, eins og við gerum, verður maður að þekkja áhættuþættina en um leið að reyna að grípa tækifærin sem eru fyrir hendi. Við trúum því að fyrirtæki sem takast á við áskoranirnar sem steðja að heimshagkerfinu muni til lengra tíma verða arðbærari og áhættuminni en önnur fyrirtæki.“ Aðspurður segir Saugestad ekki að ástæðulausu hve framarlega fjárfestar á Norðurlöndunum standi þegar komi að sjálfbærum fjárfestingum. Flest helstu sjóðastýringarfyrirtækin í Noregi taki til að mynda mið af samfélagslegri ábyrgð í sínum fjárfestingum. „Jafnvel þótt markaðirnir á Norðurlöndunum séu litlir í alþjóðlegu samhengi eru þeir engu að síður þroskaðri þegar kemur að innleiðingu sjálfbærniviðmiða.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stærsta sjóðastýringarfyrirtækið í Noregi, Storebrand, hefur ákveðið að halda innreið sína á íslenskan markað. Forstjórinn segist þess fullviss að áhersla fyrirtækisins á sjálfbærar og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar muni vekja áhuga á meðal íslenskra stofnanafjárfesta. „Við höfum hugað að sjálfbærum fjárfestingum í yfir tuttugu ár og viljum glöð deila okkar reynslu og lausnum með íslenskum fjárfestum,“ segir Jan Erik Saugestad, forstjóri eignastýringarhluta fjármálafyrirtækisins Storebrand, í viðtali við Markaðinn. Norska félagið, sem er með yfir 70 milljarða evra, jafnvirði um 8.500 milljarða íslenskra króna, í stýringu, hefur þegar tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um fyrirhugaða markaðssetningu sína á fjórum verðbréfasjóðum hér á landi. Saugestad segir að aflétting fjármagnshafta og nýlegt lagaákvæði sem skyldar íslenska lífeyrissjóði til þess að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum hafi skapað Storebrand markaðstækifæri sem félagið vilji nýta sér. „Þetta er áhugavert tækifæri og við trúum því að við höfum upp á margt að bjóða.“Forsvarsmenn Storebrand munu sækja Ísland heim í lok mánaðarins og funda með fulltrúum stofnanafjárfesta, svo sem lífeyrissjóða, tryggingafélaga og verðbréfasjóða, en með í för verður einnig hópur norskra fjárfesta og viðskiptavina Storebrand sem mun heimsækja íslensk fyrirtæki og skoða hér fjárfestingartækifæri, að sögn Saugestads. Hann segir ýmislegt líkt með Noregi og Íslandi. „Við deilum að miklu leyti sömu menningu og auk þess glímum við, sem lítil lönd í heimshagkerfinu, við sumar af sömu áskorununum.“ Storebrand hafi áratugareynslu af því að starfa með norskum stofnanafjárfestum og geti miðlað henni til íslenskra fjárfesta. Þá hafi fyrirtækið auk þess skapað sér sérstöðu með áherslu sinni á sjálfbærar fjárfestingar. „Við trúum því, sem langtímafjárfestir, að sjálfbærni í fjárfestingum sé afar mikilvæg. Bæði er það klókt út frá áhættusjónarmiðum og auk þess er það hið eina rétta í stöðunni,“ nefnir hann. Segja má að á síðustu árum hafi orðið vitundarvakning á meðal fjárfesta um mikilvægi ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga. Sem dæmi hafa æ fleiri fjárfestar, þá ekki síst lífeyrissjóðir, sett sér stefnu sem tekur á svonefndum ESG-þáttum – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (e. environmental, social og governance) – við fjárfestingar. Sjálfbærar fjárfestingar, þar sem tillit er tekið til ESG-þáttanna, hafa aukist verulega á undanförnum árum en til marks um það hefur aukning slíkra fjárfestinga í Evrópu verið tvöföld á við vöxt hefðbundinna fjárfestinga. Eignir í stýringu evrópskra sjóða sem taka mið af viðmiðum ESG hafa vaxið árlega um 29 prósent að meðaltali allt frá árinu 2007.Snerist um viðskiptasiðferði Þrátt fyrir að flestir stofnanafjárfestar hafi vaknað til vitundar um sjálfbærar fjárfestingar á allra síðustu árum hafa slíkar fjárfestingar verið eitt aðalsmerki Storebrand í yfir tuttugu ár. „Við fórum að huga að þessum þáttum um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þegar langflestir fjárfestar vissu ekki einu sinni hvað sjálfbærar fjárfestingar væru,“ útskýrir Saugestad. „Þróunin hefur verið ör á þessu sviði. Til að byrja með snerist þetta að miklu leyti um viðskiptasiðferði. Að við vildum ekki hagnast á fjárfestingum í hverju sem er. Síðan færðist áherslan meira á áhættustýringu og við fórum að forðast að fjárfesta í fyrirtækjum í áhættusömum rekstri, til dæmis fyrirtækjum sem tengjast kolaframleiðslu og fyrirtækjum sem eiga slæma sögu þegar kemur að námugreftri, svo dæmi séu nefnd. Það eru fyrirtæki á ólíkum sviðum sem við reynum að forðast að fjárfesta í vegna þess að við teljum áhættuna einfaldlega of mikla. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla loks verið lögð á að finna tækifærin. Hvar finnum við fyrirtæki sem veita sjálfbærar lausnir í samræmi við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og við viljum styðja við?“ Það geti verið fyrirtæki sem standa fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum, koma að framleiðslu og dreifingu endurnýjanlegrar orku, taka þátt í deilihagkerfinu eða stuðla að umhverfisvænum samgöngum, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin standa framarlega „Þegar fjárfest er til langs tíma, eins og við gerum, verður maður að þekkja áhættuþættina en um leið að reyna að grípa tækifærin sem eru fyrir hendi. Við trúum því að fyrirtæki sem takast á við áskoranirnar sem steðja að heimshagkerfinu muni til lengra tíma verða arðbærari og áhættuminni en önnur fyrirtæki.“ Aðspurður segir Saugestad ekki að ástæðulausu hve framarlega fjárfestar á Norðurlöndunum standi þegar komi að sjálfbærum fjárfestingum. Flest helstu sjóðastýringarfyrirtækin í Noregi taki til að mynda mið af samfélagslegri ábyrgð í sínum fjárfestingum. „Jafnvel þótt markaðirnir á Norðurlöndunum séu litlir í alþjóðlegu samhengi eru þeir engu að síður þroskaðri þegar kemur að innleiðingu sjálfbærniviðmiða.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira