Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 17:00 Talið er að Sindri hafi flogið til Svíþjóðar með Icelandair á öðru nafni. Vísir Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að fullyrða megi að fanginn Sindri Þór Stefánsson hafi átt vitorðsmann í flótta sínum frá landinu. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt í nótt með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í morgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. „Það má alveg fullyrða að það hafi verið vitorðsmaður. Við erum akkúrat að skoða það núna,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni þar. Spurður hvort að vitorðsmaður Sindra sjáist á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar segir Gunnar að það sé í skoðun.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurSkoða hvort hann hafi farið til annars lands Spurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi flogið til einhvers annars lands frá Svíþjóð segir Gunnar Schram að lögreglan á Arlanda-flugvelli sé með það til skoðunar. Gunnar segir ekki vitað hvort Sindri ferðaðist til Svíþjóðar á fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. „Já, það má segja það,“ segir Gunnar Schram þegar hann er spurður hvort að Sindri gæti í raun verið kominn hvert sem er en segir lögreglu þó ekki vera búna að gefa upp von um að finna hann.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsÍ gæsluvarðhaldi vegna Bitcoin-máls Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að fullyrða megi að fanginn Sindri Þór Stefánsson hafi átt vitorðsmann í flótta sínum frá landinu. Talið er að Sindri hafi strokið frá fangelsinu á Sogni um klukkan eitt í nótt með því að klifra út um glugga. Er hann talinn hafa farið af landi brott með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í morgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans. „Það má alveg fullyrða að það hafi verið vitorðsmaður. Við erum akkúrat að skoða það núna,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns en myndir úr öryggismyndavélakerfi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar staðfesta að Sindri var á ferðinni þar. Spurður hvort að vitorðsmaður Sindra sjáist á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar segir Gunnar að það sé í skoðun.Fangelsið Sogni.Vísir/Magnús HlynurSkoða hvort hann hafi farið til annars lands Spurður hvort vitað sé til þess að Sindri hafi flogið til einhvers annars lands frá Svíþjóð segir Gunnar Schram að lögreglan á Arlanda-flugvelli sé með það til skoðunar. Gunnar segir ekki vitað hvort Sindri ferðaðist til Svíþjóðar á fölsuðu vegabréfi. Hann segir að það sé mismunandi eftir flugfélögum hvort framvísa þurfi vegabréfi ef ferðast á til landa innan Schengen-svæðisins. Ef farþegar innrita sig á netinu og ferðast aðeins með handfarangur geta þeir í sumum tilvikum sloppið með að framvísa vegabréfi. Það fari í raun eftir flugfélaginu hvort að farþegar séu beðnir um að framvísa vegabréfi þegar þeir fara um borð í flugvélina eða hvort að innritunarpassi nægi. „Já, það má segja það,“ segir Gunnar Schram þegar hann er spurður hvort að Sindri gæti í raun verið kominn hvert sem er en segir lögreglu þó ekki vera búna að gefa upp von um að finna hann.Frá fangelsinu á Sogni að Keflavíkuflugvelli eru um 89 kílómetrar samkvæmt korti Google ef ekið er til höfuðborgarsvæðisins. Ef farið er um Suðurstrandarveg er leiðin um 105 kílómetra löng.Google MapsÍ gæsluvarðhaldi vegna Bitcoin-máls Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir. Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Sjá meira
Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki, segir yfirlögregluþjónn. 17. apríl 2018 12:54
Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38
Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01