Vandamál hversu fáir karlar nema hjúkrun Sveinn Arnarsson skrifar 17. apríl 2018 08:00 Það er ekki vitað hvað veldur því að karlar vilja ekki læra hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingafélagið vill komast til botns í því. Vísir/vilhelm Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkrunarfræðum. Er um fimm ára tilraunaverkefni að ræða til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Hlutfall karla í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Háskólinn á Akureyri vinnur nú að samnorrænni rannsókn á hvernig á því standi að karlar séu svo ólíklegir eins og raun ber vitni til að nema hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlmenn eru í hjúkrunarfræði við íslenska háskóla í dag. Að mati Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er það allt of lítið. „Stjórn hjúkrunarfræðingafélagsins vinnur nú að því að auka hlutfall karla í hjúkrunarfræðum. Við vitum ekki hvað það er sem veldur því að karlar vilji ekki læra hjúkrunarfræði, við þurfum að komast til botns í því. En við munum reyna að fjölga þeim með því að greiða skólagjöld karla næstu fimm árin til að fjölga körlum í stéttinni,“ segir Guðbjörg. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði„Þetta hefur gefist ágætlega hjá leikskólakennurum til að mynda og við ætlum að reyna þetta líka. Hvort þetta beri síðan árangur verður svo bara að koma í ljós,“ segir hún. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mikilvægt fyrir stéttina að fjölga karlmönnum. „Við erum númer eitt í heiminum þegar kemur að jafnrétti en við erum með eitt lægsta hlutfall karla í heiminum í hjúkrun. Í þessu framsækna þjóðfélagi verðum við að finna út hví karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun.“ Hlutfall karlhjúkrunarfræðinga í Bretlandi er um 11,5 prósent og í Noregi er hlutfallið í kringum tíu prósent. Danir eru einnig með lágt hlutfall karlmanna í hjúkrun, um fjögur prósent. „Miðað við sum karlastörf, þá er þetta ekkert illa launað, þannig. Við alla vega sjáum enga eina skýringu á því hvers vegna hlutfall okkar bifast ekki. Því viljum við skoða þetta náið með Norðmönnum og Dönum til að sjá hvað við getum gert betur hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum,“ segir Gísli. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkrunarfræðum. Er um fimm ára tilraunaverkefni að ræða til að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Hlutfall karla í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi er með því lægsta sem þekkist í hinum vestræna heimi. Háskólinn á Akureyri vinnur nú að samnorrænni rannsókn á hvernig á því standi að karlar séu svo ólíklegir eins og raun ber vitni til að nema hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlmenn eru í hjúkrunarfræði við íslenska háskóla í dag. Að mati Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er það allt of lítið. „Stjórn hjúkrunarfræðingafélagsins vinnur nú að því að auka hlutfall karla í hjúkrunarfræðum. Við vitum ekki hvað það er sem veldur því að karlar vilji ekki læra hjúkrunarfræði, við þurfum að komast til botns í því. En við munum reyna að fjölga þeim með því að greiða skólagjöld karla næstu fimm árin til að fjölga körlum í stéttinni,“ segir Guðbjörg. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði„Þetta hefur gefist ágætlega hjá leikskólakennurum til að mynda og við ætlum að reyna þetta líka. Hvort þetta beri síðan árangur verður svo bara að koma í ljós,“ segir hún. Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, segir það mikilvægt fyrir stéttina að fjölga karlmönnum. „Við erum númer eitt í heiminum þegar kemur að jafnrétti en við erum með eitt lægsta hlutfall karla í heiminum í hjúkrun. Í þessu framsækna þjóðfélagi verðum við að finna út hví karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun.“ Hlutfall karlhjúkrunarfræðinga í Bretlandi er um 11,5 prósent og í Noregi er hlutfallið í kringum tíu prósent. Danir eru einnig með lágt hlutfall karlmanna í hjúkrun, um fjögur prósent. „Miðað við sum karlastörf, þá er þetta ekkert illa launað, þannig. Við alla vega sjáum enga eina skýringu á því hvers vegna hlutfall okkar bifast ekki. Því viljum við skoða þetta náið með Norðmönnum og Dönum til að sjá hvað við getum gert betur hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum,“ segir Gísli.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira