Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. apríl 2018 23:34 Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40