Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 20:00 Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á." Heilbrigðismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á."
Heilbrigðismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira