Vinsældir Trump ekki meiri frá hveitibrauðsdögunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 11:48 Fleiri gefa Trump nú þumalinn upp en áður. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 40% svarenda í nýrri skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Vinsældir hans hafa ekki mælst meiri frá því á fyrstu hundrað dögunum eftir að hann tók við embætti. Rúmur helmingur svarenda er engu að síður enn óánægður með forsetann. Síðast þegar þessi könnun var gerð í janúar sögðust 36% svarenda hafa velþóknun á störfum Trump sem forseta og hafa vinsældir hans því aukist aðeins síðustu vikurnar. Forsetinn mælist nú með 40,8% stuðning samkvæmt útreikningum vefsíðunnar Five Thirty Eight á meðaltali skoðanakannanna. Rúm 53% eru óánægð með Trump á sama mælikvarða. Svarendur í könnuninni virðast gera greinarmun á persónu Trump annars vegar og frammistöðu hans í einstökum málaflokkum hins vegar. Þrátt fyrir að 61% hafi neikvæða sýn á forsetann sem manneskju telur hátt í helmingur hann halda vel á efnahagsmálum, 46% gegn 48% sem telja hann ekki standa sig vel í málaflokknum. Athygli vekur að aðeins 32% svarenda líst vel á Trump sem manneskju sem bendir til þess að einhver hluti hans eigin stuðningsmanna hafi ekki mikið persónulegt álit á forsetanum. Þannig segjast 11% hafa velþóknun á Trump í embætti en kunna ekki að meta hann sem manneskju. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 40% svarenda í nýrri skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Vinsældir hans hafa ekki mælst meiri frá því á fyrstu hundrað dögunum eftir að hann tók við embætti. Rúmur helmingur svarenda er engu að síður enn óánægður með forsetann. Síðast þegar þessi könnun var gerð í janúar sögðust 36% svarenda hafa velþóknun á störfum Trump sem forseta og hafa vinsældir hans því aukist aðeins síðustu vikurnar. Forsetinn mælist nú með 40,8% stuðning samkvæmt útreikningum vefsíðunnar Five Thirty Eight á meðaltali skoðanakannanna. Rúm 53% eru óánægð með Trump á sama mælikvarða. Svarendur í könnuninni virðast gera greinarmun á persónu Trump annars vegar og frammistöðu hans í einstökum málaflokkum hins vegar. Þrátt fyrir að 61% hafi neikvæða sýn á forsetann sem manneskju telur hátt í helmingur hann halda vel á efnahagsmálum, 46% gegn 48% sem telja hann ekki standa sig vel í málaflokknum. Athygli vekur að aðeins 32% svarenda líst vel á Trump sem manneskju sem bendir til þess að einhver hluti hans eigin stuðningsmanna hafi ekki mikið persónulegt álit á forsetanum. Þannig segjast 11% hafa velþóknun á Trump í embætti en kunna ekki að meta hann sem manneskju.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent