Óttast blikur á lofti á hægri vængnum um EES Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 14:24 Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið. ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sjá meira
Formaður Viðreisnar og þingmaður Flokks fólksins eru sammála um mikilvægi þess að taka út kosti og galla EES-aðildar Íslands. Í umræðuþættinum Víglínunni varaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hins vegar við tilraunum til að draga úr mikilvægi samningsins. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögu sem samþykkt var á Alþingi um að utanríkisráðherra skili skýrslu um EES-samninginn, sagði að tími væri kominn til að gera nýja skýrslu um áhrif samningsins á Íslandi. Sú síðasta hafi komið út 2007 en síðan hafi orðið efnahagshrun og miklar hræringar í málefnum ESB. Slíka skýrslu teldi hann nauðsynlega til að leggja traustan og málefnalegan grundvöll að umræðu og til að Íslendingar geti gætt hagsmuna sinnia sem best gagnvart Evrópu. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagðist fagna skýrslunni en að hún hefði viljað sjá hana í víðara samhengi. Helst hefði hún viljað að þverpólitísk nefnd færi yfir málið frekar en utanríkisráðherra einn. „Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fylgismanna utanríkisráðherra þá eru það ekki raddir sem eru beint að ýta undir EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín.Ólafur Ísleifsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um að utanríkisráðherra tæki saman kosti og galla EES-aðildar í skýrslu til þingsins.Gríðarlegir hagsmunir undir Hún var spurð út í grein sem hún ritaði í vikunni þar sem hún talaði um að ákveðin öfl væru innan Sjálfstæðisflokksins sem vildu rjúfa EES-samstarfið. „Ég sé að það er alveg augljóst að það eru ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins sem vilja fara í það að endurskoða EES-samninginn,“ sagði Þorgerður Katrín. Í þeim tilgangi bæru þeir fram ýmsa strámenn eins og gagnrýni á orkustefnu Evrópusambandsins. Líkti Þorgerður Katrín málflutningi sjálfstæðismanna þar við þá sem stuðningsmenn Brexit í Bretlandi stunduðu. „Það er verið að setja fram alls konar fullyrðinga sem er síðan engin innistæða fyrir,“ sagði Þorgerður Katrín sem benti á að Íslendingar væru ekki tengdir orkumarkaði Evrópusambandsins. Telur hún sig sjá blikur á lofti um að einhverjir vilji færa víglínuna um Evrópumál yfir í að draga úr mikilvægi EES-samningsins. „Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga ef við ætlum að fara þá leið sem sumir innan Sjálfstæðisflokksins virðast vilja feta,“ sagði hún. Ólafur sagðist aftur á móti treysta utanríkisráðherra til að koma málinu í farveg sem skilaði málefnalegri og traustri niðurstöðu. Ítrekaði hann afstöðu sína frá því í kosningabaráttunni um að Flokkur fólksins styddi aðildina að EES-samningnum en vildi ekki ganga í Evrópusambandið.
ESB-málið Tengdar fréttir Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07 Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sjá meira
Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Guðmundur Andri sá utanríkisráðherra fyrir sér sem rapparann MC Gulla. 13. apríl 2018 10:07
Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. 3. apríl 2018 18:45