Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. apríl 2018 12:28 Eyþór kynnti sex kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á fundi í Iðnó. Hákon Broder Lund „Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ segir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann kynnti kosningaloforð flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Iðnó við Vonarstræti klukkan 11 í morgun. Kosningaloforðin voru alls sjö talsins og af þeim má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslur í samgöngumál, eldri borgara, daggæslu-og leikskólamál, uppbyggingu í borginni. Í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar 2, sagði Eyþór að til stæði að spara í stjórnkerfinu og skila fjármagninu í þjónustu eins og leikskólana. Eitt kosningaloforðið lýtur að því að borgarar eldri en 70 ára borgi ekki fasteignaskatt. Spurður að hvað það muni koma til með að kosta segir Eyþór að um sé að ræða hundruð milljóna.Hildur Björnsdóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Hákon Broder Lund„Auðvitað er það breytilegt eftir ári hvernig tekjurnar eru en þetta er tæki til þess að hjálpa eldri borgurum að lifa heima hjá sér, þeir sem geta og vilja, líka það að það hafa verið miklar skerðingar og álögur á eldri borgara, fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 50% á kjörtímabilinu og við erum einfaldlega að koma til móts við íbúana, leiðrétta þeirra kjör og gera þeim betur kleift að búa í Reykjavík.“ Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjármagna kosningaloforðin með því að hagræða í stjórnkerfinu. Til standi að fækka stjórnendum hjá Reykjavíkurborg.Lofar að 2000 íbúðir rísi á ári Sjálfstæðisflokkurinn lofar að 2000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári. Í kynningunni talaði Eyþór um uppsafnaðan vanda sem yrði að leysa til að koma jafnvægi á húsnæðismarkað. Með það markmið fyrir augum vill Sjálfstæðisflokkurinn tryggja nægt lóðaframboð fyrir fjölbýli og sérbýli, ná fram hagkvæmari lausnum fyrir fyrstu kaup, leyfa byggð í Örfirisey og við Keldur. Þá segir Eyþór að mikilvægt sé að klára uppbyggingu í Úlfarsárdal.Lofar að stytta ferðatímann til og frá vinnu um 20% Flokkurinn boðar stórátak í samgöngumálum. „Við erum ekki Los Angeles, við erum Reykjavík,“ segir Eyþór sem segir að það sé ekki eðlilegt að hversu þung umferðins er á stundum. Hann segir að tafatíminn sé liður í lengingu vinnuvikunnar á tímum þar sem allt kapp sé lagt á að stytta hana. Eyþór vill bæta Strætó með því að fjölga ferðum, bæta leiðakerfið og að koma upp betri skýlum. Hann segir að það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir alla borgarbúa að létta á umferðinni.Það var fjölmennt á fundi Sjálfstæðisflokksins í Iðnó í morgun.Hákon Broder LundLofar að öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur Sjálfstæðisflokkurinn hyggst forgangsraða í þágu yngstu barnanna og leysa þann „fjölskylduvanda“, eins og Eyþór orðar það, sem hefur verið til staðar í Reykjavík. „Árið er 2018, ekki 1979,“ segir Eyþór þegar hann fjallar um manneklu og biðlista fyrir börn. Flokkurinn vill fjölga dagforeldrum með því að bjóða aðstöðu og hækka niðurgreiðslu frá borginni. Þá vill hann hækka lægstu laun leikskólakennara. Eyþór segir að þetta sé algjört forgangsmál. Lofar að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörkAð gamlárskvöldi undanskildu vill Sjálfstæðisflokkurinn lofa því að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór segir að komið verði í veg fyrir það með því að styðja við rafbílavæðingu og tíðari þrifum í borginni. Þá vill hann auðvelda flokkun og endurvinnslu. „Reykjavík getur verið grænasta borg í Evrópu“.Lofar að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara 70 ára og eldri„Þið eruð búin að borga nóg,“ segir Eyþór um eldri borgara og uppskar mikið lófaklapp úr sal. Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja við eldri borgara með því að bæði fella niður fasteignaskatt á eldri borgara sem eru 70 ára og eldri og styðja við þá sem geta og vilja búa heima hjá sér með því að efla heimaþjónustu.Lofar að stytta afgreiðslutíma í kerfinu um helmingEyþór segir að kerfið sé allt of óskilvirkt og gamladags. Sjálfstæðisflokkurinn vill stytta boðleiðir, einfalda stjórnkerfið, nota nútímatækni og innleiða sjálfsafgreiðslu. „Með því að fara í þessi sex atriði þá munum við koma Reykjavík aftur í það að vera í forystu,“ segir Eyþór þegar hann hafði lokið kynningu á kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins. Hér að neðan er hægt að horfa á kynninguna í heild sinni: Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnir kosningaloforð sín Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. 14. apríl 2018 10:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
„Þau eru stór en þau eru raunsæ og þau borga sig sjálf,“ segir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann kynnti kosningaloforð flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Iðnó við Vonarstræti klukkan 11 í morgun. Kosningaloforðin voru alls sjö talsins og af þeim má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslur í samgöngumál, eldri borgara, daggæslu-og leikskólamál, uppbyggingu í borginni. Í samtali við Berghildi Erlu, fréttamann Stöðvar 2, sagði Eyþór að til stæði að spara í stjórnkerfinu og skila fjármagninu í þjónustu eins og leikskólana. Eitt kosningaloforðið lýtur að því að borgarar eldri en 70 ára borgi ekki fasteignaskatt. Spurður að hvað það muni koma til með að kosta segir Eyþór að um sé að ræða hundruð milljóna.Hildur Björnsdóttir skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Hákon Broder Lund„Auðvitað er það breytilegt eftir ári hvernig tekjurnar eru en þetta er tæki til þess að hjálpa eldri borgurum að lifa heima hjá sér, þeir sem geta og vilja, líka það að það hafa verið miklar skerðingar og álögur á eldri borgara, fasteignagjöld hafa hækkað um allt að 50% á kjörtímabilinu og við erum einfaldlega að koma til móts við íbúana, leiðrétta þeirra kjör og gera þeim betur kleift að búa í Reykjavík.“ Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjármagna kosningaloforðin með því að hagræða í stjórnkerfinu. Til standi að fækka stjórnendum hjá Reykjavíkurborg.Lofar að 2000 íbúðir rísi á ári Sjálfstæðisflokkurinn lofar að 2000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári. Í kynningunni talaði Eyþór um uppsafnaðan vanda sem yrði að leysa til að koma jafnvægi á húsnæðismarkað. Með það markmið fyrir augum vill Sjálfstæðisflokkurinn tryggja nægt lóðaframboð fyrir fjölbýli og sérbýli, ná fram hagkvæmari lausnum fyrir fyrstu kaup, leyfa byggð í Örfirisey og við Keldur. Þá segir Eyþór að mikilvægt sé að klára uppbyggingu í Úlfarsárdal.Lofar að stytta ferðatímann til og frá vinnu um 20% Flokkurinn boðar stórátak í samgöngumálum. „Við erum ekki Los Angeles, við erum Reykjavík,“ segir Eyþór sem segir að það sé ekki eðlilegt að hversu þung umferðins er á stundum. Hann segir að tafatíminn sé liður í lengingu vinnuvikunnar á tímum þar sem allt kapp sé lagt á að stytta hana. Eyþór vill bæta Strætó með því að fjölga ferðum, bæta leiðakerfið og að koma upp betri skýlum. Hann segir að það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir alla borgarbúa að létta á umferðinni.Það var fjölmennt á fundi Sjálfstæðisflokksins í Iðnó í morgun.Hákon Broder LundLofar að öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur Sjálfstæðisflokkurinn hyggst forgangsraða í þágu yngstu barnanna og leysa þann „fjölskylduvanda“, eins og Eyþór orðar það, sem hefur verið til staðar í Reykjavík. „Árið er 2018, ekki 1979,“ segir Eyþór þegar hann fjallar um manneklu og biðlista fyrir börn. Flokkurinn vill fjölga dagforeldrum með því að bjóða aðstöðu og hækka niðurgreiðslu frá borginni. Þá vill hann hækka lægstu laun leikskólakennara. Eyþór segir að þetta sé algjört forgangsmál. Lofar að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörkAð gamlárskvöldi undanskildu vill Sjálfstæðisflokkurinn lofa því að svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór segir að komið verði í veg fyrir það með því að styðja við rafbílavæðingu og tíðari þrifum í borginni. Þá vill hann auðvelda flokkun og endurvinnslu. „Reykjavík getur verið grænasta borg í Evrópu“.Lofar að fella niður fasteignaskatta á eldri borgara 70 ára og eldri„Þið eruð búin að borga nóg,“ segir Eyþór um eldri borgara og uppskar mikið lófaklapp úr sal. Sjálfstæðisflokkurinn vill styðja við eldri borgara með því að bæði fella niður fasteignaskatt á eldri borgara sem eru 70 ára og eldri og styðja við þá sem geta og vilja búa heima hjá sér með því að efla heimaþjónustu.Lofar að stytta afgreiðslutíma í kerfinu um helmingEyþór segir að kerfið sé allt of óskilvirkt og gamladags. Sjálfstæðisflokkurinn vill stytta boðleiðir, einfalda stjórnkerfið, nota nútímatækni og innleiða sjálfsafgreiðslu. „Með því að fara í þessi sex atriði þá munum við koma Reykjavík aftur í það að vera í forystu,“ segir Eyþór þegar hann hafði lokið kynningu á kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins. Hér að neðan er hægt að horfa á kynninguna í heild sinni:
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnir kosningaloforð sín Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. 14. apríl 2018 10:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Bein útsending: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnir kosningaloforð sín Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. 14. apríl 2018 10:30