Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 21:13 Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. „Mér fannst dómararnir dæma ágætlega en ég er orðinn ansi þreyttur á þessum leikaraskap í ÍBV. Þeir henda sér í jörðina við hvert einasta tilefni og þeir fá ekki einu sinni gult eða tvær eða neitt,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er rætt var við hann í leikslok. „Þetta er búið að viðgangast í þrjú fjögur ár og ég er orðinn verulega þreyttur á þessu,” sagði Bjarni sem var langt því frá hættur að senda Eyjamönnum tóninn: „Sama og þegar Maggi (Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV) tekur Svein Andra út um leiknum, dúndrar í andlitið á honum og Sveinn getur ekkert spilað meira. Hann verður pottþétt ekki með í næsta leik.” „Þetta er Maggi búinn að stunda í ansi mörg ár og það er ansi leiðinlegt að hann fái að komast upp með það að slasa leikmenn viljandi til að vinna leiki.” „Hann fór út í hann og bombaði í andlitið á honum. Það er náttúrlega bara þriggja eða fimm leikja bann. Þetta er hluti sem við í handboltanum viljum útrýma og dómararnir líka. Þess vegna fannst mér kjarkleysi hjá þeim að taka ekki á þessu broti.” „Mér fannst dómararnir fínir og þeir eiga pottþétt eftir að endurskoða þetta. Maggi fer pottþétt í bann fyrir þetta. Ég hef ekki trú á neinu öðru,” en allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, heyrði þessi orð Bjarna og hann var verulega ósáttur við þessi orð kollega síns hjá ÍR. „Mér finnst þetta til skammar. Fáránlegt að hlusta á þetta og honum ekki til sóma,” sagði Arnar í leikslok. „ÍR er með hörkulið og spiluðu fanta vörn. Þeir slógu okkur aðeins út af laginu og við náðum að vinna þetta mjög vel.” „Það kom mér á óvart hvað við vorum lengi að ná tökum á þessu. Ég skil að Bjarni (Fritzson, þjálfari ÍR) hafi verið ánægður með línuna. Þeir fengu að spila og hlusta á þá væla þarna, jesús minn kristur. Þetta er honum til minnkunar.” „Ef að þetta er línan sem er þá önnur en í deildinni þá komust þeir vel frá þessu. Ef að þetta á að vera svona þá komust þeir vel frá þessu en línan er allt önnur. Menn eru að fá að komast upp með meira hér en áður og ef það á að vera þannig þá komust þeir vel frá þessu.” Nánar er rætt við bæði Bjarna og Arnar í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. „Mér fannst dómararnir dæma ágætlega en ég er orðinn ansi þreyttur á þessum leikaraskap í ÍBV. Þeir henda sér í jörðina við hvert einasta tilefni og þeir fá ekki einu sinni gult eða tvær eða neitt,” sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, er rætt var við hann í leikslok. „Þetta er búið að viðgangast í þrjú fjögur ár og ég er orðinn verulega þreyttur á þessu,” sagði Bjarni sem var langt því frá hættur að senda Eyjamönnum tóninn: „Sama og þegar Maggi (Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV) tekur Svein Andra út um leiknum, dúndrar í andlitið á honum og Sveinn getur ekkert spilað meira. Hann verður pottþétt ekki með í næsta leik.” „Þetta er Maggi búinn að stunda í ansi mörg ár og það er ansi leiðinlegt að hann fái að komast upp með það að slasa leikmenn viljandi til að vinna leiki.” „Hann fór út í hann og bombaði í andlitið á honum. Það er náttúrlega bara þriggja eða fimm leikja bann. Þetta er hluti sem við í handboltanum viljum útrýma og dómararnir líka. Þess vegna fannst mér kjarkleysi hjá þeim að taka ekki á þessu broti.” „Mér fannst dómararnir fínir og þeir eiga pottþétt eftir að endurskoða þetta. Maggi fer pottþétt í bann fyrir þetta. Ég hef ekki trú á neinu öðru,” en allt viðtalið við Bjarna má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, heyrði þessi orð Bjarna og hann var verulega ósáttur við þessi orð kollega síns hjá ÍR. „Mér finnst þetta til skammar. Fáránlegt að hlusta á þetta og honum ekki til sóma,” sagði Arnar í leikslok. „ÍR er með hörkulið og spiluðu fanta vörn. Þeir slógu okkur aðeins út af laginu og við náðum að vinna þetta mjög vel.” „Það kom mér á óvart hvað við vorum lengi að ná tökum á þessu. Ég skil að Bjarni (Fritzson, þjálfari ÍR) hafi verið ánægður með línuna. Þeir fengu að spila og hlusta á þá væla þarna, jesús minn kristur. Þetta er honum til minnkunar.” „Ef að þetta er línan sem er þá önnur en í deildinni þá komust þeir vel frá þessu. Ef að þetta á að vera svona þá komust þeir vel frá þessu en línan er allt önnur. Menn eru að fá að komast upp með meira hér en áður og ef það á að vera þannig þá komust þeir vel frá þessu.” Nánar er rætt við bæði Bjarna og Arnar í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira