Innlent

Rán GK fékk í skrúfuna

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til öryggis.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til öryggis. Vísir/Getty
Mikill viðbúnaður var viðhafður vegna netabátsins Ránar GK-091 sem fékk í skrúfuna á sjötta tímanum í dag. Fjölveiðiskipið Magnús SH-205 var sent eftir Rán og var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til öryggis. 

Engin hætta var á ferðunum samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga en Hannes Þ. Hafstein GK, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Njörður G. KE, björgunarskip Björgunarsveitar Suðurnesja, voru send til aðstoðar.

 Er Magnús SH nú á leið með Rán til hafnar í Sandgerði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×