Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego 13. apríl 2018 23:30 Sigurjón og Birgir Örn. Snorri Björns. Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér. MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér.
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira