Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2018 07:47 Ed Royce (t.v.) og Eliot Engel taka höndum saman í bréfi sínu til íslenskra stjórnvalda. Vísir/AP Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. „Þrátt fyrir að það séu ekki margir múslimar eða gyðingar á Íslandi myndi bann ykkar vera vatn á myllu þeirra sem hagnýta sér kynþáttafordóma og gyðingaandúð í löndum þar sem lýðfræðilegi fjölbreytni er meiri,“ segir í bréfi þeirra Ed Royce, repúblikanans sem fer fyrir utanríkisnefndinni, og Eliot Engel, leiðtoga demókrata í nefndinni. Bréfið er dagsett 5. apríl en rataði fyrst erlenda í fjölmiðla í gær eftir að því hafði verið lekið til samtakanna Orthodox Union sem talað hafa gegn íslenska frumvarpinu á alþjóðavettvangi. „Sem vinaþjóð ykkar hvetjum við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að þetta óumburðarlynda frumvarp nái fram að ganga,“ segir ennfremur í bréfi þeirra Royce og Engel. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Brot á lögunum gæti varðað við sex ára fangelsi en umskurður af læknisfræðilegum ástæðum yrði áfram leyfður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð. Umskurður er ekki algengur á Íslandi en talið er að um á annað hundrað gyðinga og rúmlega 1100 múslimar búi hér á landi. Frá árinu 2006 hefur 21 drengur undir 18 ára aldri verið umskorinn á Íslandi að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Hversu margir voru umskornir af trúarlegum ástæðum fylgir hins vegar ekki sögunni. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. „Þrátt fyrir að það séu ekki margir múslimar eða gyðingar á Íslandi myndi bann ykkar vera vatn á myllu þeirra sem hagnýta sér kynþáttafordóma og gyðingaandúð í löndum þar sem lýðfræðilegi fjölbreytni er meiri,“ segir í bréfi þeirra Ed Royce, repúblikanans sem fer fyrir utanríkisnefndinni, og Eliot Engel, leiðtoga demókrata í nefndinni. Bréfið er dagsett 5. apríl en rataði fyrst erlenda í fjölmiðla í gær eftir að því hafði verið lekið til samtakanna Orthodox Union sem talað hafa gegn íslenska frumvarpinu á alþjóðavettvangi. „Sem vinaþjóð ykkar hvetjum við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að þetta óumburðarlynda frumvarp nái fram að ganga,“ segir ennfremur í bréfi þeirra Royce og Engel. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Brot á lögunum gæti varðað við sex ára fangelsi en umskurður af læknisfræðilegum ástæðum yrði áfram leyfður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð. Umskurður er ekki algengur á Íslandi en talið er að um á annað hundrað gyðinga og rúmlega 1100 múslimar búi hér á landi. Frá árinu 2006 hefur 21 drengur undir 18 ára aldri verið umskorinn á Íslandi að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Hversu margir voru umskornir af trúarlegum ástæðum fylgir hins vegar ekki sögunni.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent