Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2018 19:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/hanna Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00