Penninn kaupir lundabúðir Sigga í Víking Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2018 16:26 Siggi í Víking ætlar að snúa sér að öðru en hann hefur selt Pennanum verslunarkeðju sína. visir/stefán Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16. Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira
Sigurður Guðmundsson, sem er vel þekktur kaupmaður á Akureyri og hefur undanfarna tvo áratugina verið kenndur við verslunarkeðju sína Víking – Siggi í Víking – hefur selt þær búðir sínar Pennanum. Að sögn RÚV er söluverðið ekki gefið upp. Sigurður greinir frá þessu í ítarlegri Facebookfærslu, þar sem hann segir að komið sé að kaflaskiptum í lífi sínu. Siggi, sem er pennafær vel, en það þekkja vinir hans á Facebook, og liggur hvergi á skoðunum sínum þegar svo ber undir, segist jafnvel koma til greina að snúa sér að skriftum.Fjöldaframleitt draslVísir tók viðtal við Sigurð fyrir rúmlega tveimur árum en þar varpaði hann á opinskáan hátt ljósi á það hvernig kaupin gerast á eyrinni í verslun sem snýr að ferðamannasprengingunni á Íslandi. Hann sagði þá megnið af þeim varningi fjöldaframleitt drasl frá Kína. Álagning í hinum svokölluðu lundabúðum væri óheyrileg, og þó samkeppni sé í smásölunni er hún undir hælnum á heildsölum og birgjum og þar hafa fáir aðilar ráðandi stöðu.Lundabúðirnar hafa sprottið upp á undanförnum árum og hafa sett svip sinn á Ísland allt.visir/stefánÞar situr hagnaðurinn eftir. Sú staða, sem Sigurður líkti við einokun, þýðir að þó búðirnar séu margar þá séu þetta allt meira og minna sama dótið sem selt er í búðunum – sem þýðir einsleitni. Þessi varningur er oftar en ekki seldur sem íslensk framleiðsla og kaupendur blekktir markvisst með þeim hætti.Flestar voru Víking-búðirnar sjö Í Facebookfærslu sinni í dag segir Siggi meðal annars, þetta hafa verið ótrúlegan tími. „Frá því að ég opnaði fyrstu verslunina á Akureyri hefur reksturinn stækkað og minnkað eftir árum. Mest var umleikis þegar ég var með 7 verslanir undir merkjum The Viking. Á sl. ári voru þær 5. Í þennan tíma hef ég staðið einn í þessu með góðu samstarfsfólki og fjölskyldu. Stoltastur er ég samt yfir þessu vörumerki. The Viking er einfaldlega best. Líka er gaman að segja frá því að fyrirtæki á Akureyri sé með nokkur útibú í Reykjavík. Ekki öfugt einsog oftast er,“ skrifar Sigurður í pistli á Facebooksíðu sinni.Í tilkynningu frá Pennanum í morgun kom fram að Penninn hefði fest kaup á rekstri og birgðum verslana The Viking af H-fasteignum með það fyrir augum að reka þær áfram undir sama nafni. Verslanirnar hafa verið reknar í félaginu H-fasteignir frá því í febrúar þegar Penninn var færður úr félaginu Hóras yfir á H-fasteignir.Þær breytingar voru gerðar í kjölfarið á aðgerðum lögreglu, að beiðni Tollstjóra í janúar, þar sem verslunum Viking á Akureyri og Reykjavík var lokað vegna vangoldinna skatta.Fréttin var uppfærð klukkan 23:16.
Viðskipti Tengdar fréttir Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30 „Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sjá meira
Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé. 8. október 2015 09:30
„Alveg rólegur“ þrátt fyrir lögregluaðgerðir í lundabúðum Lögreglumenn í Reykjavík og á Akureyri lokuðu þremur verslunum The Viking síðdegis í gær. 18. janúar 2018 13:38