Brugga fyrsta tómatbjórinn Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 13:09 Friðheimar bjóða upp á fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Aðsend mynd „Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
„Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent