Vogur hættir að taka við ungmennum yngri en 18 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 11:34 Vogur mun í samráði við heilbrigðisráðuneytið sinna áfram þjónustu við börn og ungmenni þar til nýtt úrræði er í augsýn. vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ en þar segir að ákvörðunin sé tekin af meðferðarsviði og framkvæmdastjórn samtakanna. Fyrr í vikunni var greint frá því að lögreglan hefði til rannsóknar meint kynferðisbrot manns sem dvaldi á Vogi gegn 16 ára stúlku sem einnig var þar í meðferð. Hefur það sætt gagnrýni að börn og ungmenni skuli geta haft samskipti við fullorðna sem einnig eru í meðferð á Vogi en þessir tveir hópar hittast í matsal og úti í reyk. Annars eru þau sem eru yngri en 18 ára inni á sérdeild. „Augljós krafa um að ólögráða einstaklingar geti ekki verið í sama rými og fullorðnir í meðferð er meira en sjúkrahúsið Vogur getur orðið við að svo stöddu. Því er ekki stætt á að halda áfram meðferð þeirra þar. Það að eitt barn hafi hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans er einu barni of mikið. SÁÁ setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta sæti og vill með þessum aðgerðum axla ábyrgð,“ segir á vef SÁÁ. Þar kemur jafnframt fram að Vogur muni í samráði við heilbrigðisráðuneytið sinna áfram þjónustu við þennan hóp þar til nýtt úrræði sé í augsýn. „Óskað hefur verið eftir leiðbeiningum heilbrigðisráðherra um hvernig þetta skref verður tekið þar sem brýnt er að ólögráða með vanda af fíkn fái áfram viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samráðsfundur er fyrirhugaður til að ákveða framtíðarfyrirkomulag og næstu skref.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Ákveðið hefur verið að sjúkrahúsið Vogur, sem rekið er af SÁÁ og sinnir áfengis-og vímuefnameðferð, muni hætta að taka við ungmennum sem eru yngri en 18 ára í meðferð. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ en þar segir að ákvörðunin sé tekin af meðferðarsviði og framkvæmdastjórn samtakanna. Fyrr í vikunni var greint frá því að lögreglan hefði til rannsóknar meint kynferðisbrot manns sem dvaldi á Vogi gegn 16 ára stúlku sem einnig var þar í meðferð. Hefur það sætt gagnrýni að börn og ungmenni skuli geta haft samskipti við fullorðna sem einnig eru í meðferð á Vogi en þessir tveir hópar hittast í matsal og úti í reyk. Annars eru þau sem eru yngri en 18 ára inni á sérdeild. „Augljós krafa um að ólögráða einstaklingar geti ekki verið í sama rými og fullorðnir í meðferð er meira en sjúkrahúsið Vogur getur orðið við að svo stöddu. Því er ekki stætt á að halda áfram meðferð þeirra þar. Það að eitt barn hafi hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans er einu barni of mikið. SÁÁ setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta sæti og vill með þessum aðgerðum axla ábyrgð,“ segir á vef SÁÁ. Þar kemur jafnframt fram að Vogur muni í samráði við heilbrigðisráðuneytið sinna áfram þjónustu við þennan hóp þar til nýtt úrræði sé í augsýn. „Óskað hefur verið eftir leiðbeiningum heilbrigðisráðherra um hvernig þetta skref verður tekið þar sem brýnt er að ólögráða með vanda af fíkn fái áfram viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samráðsfundur er fyrirhugaður til að ákveða framtíðarfyrirkomulag og næstu skref.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12