Fá boðuð mál ráðherra komin fyrir þingheim Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustóli á Alþingi. Vísir/ERNIR Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00