Elliði í baráttusæti í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 22:51 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30