Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 20:00 Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22