Birkir: Var búinn að segja við Bruce og félagið að ég vildi fara Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2018 17:30 Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira