Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 11:55 Trump með John Bolton, nýjum þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þeir hafa ekki enn tilkynnt um viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni í Douma umfram torrætt tíst forsetans í morgun. Vísir/AFP Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56
Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30